Fara í innihald

Hryðjuverkin í Berlín árið 2016

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aðstæður eftir árásina.

Hryðjuverkin 19. desember í Berlín árið 2016 var atvik sem varð á jólamarkaði við Breitscheidplatz í námunda við Kaiser-Wilhelm-Gedächtniskirche. Vörubíl var keyrt inn í hóp fólks á markaðinum með þeim afleiðingum að 11 létust og 56 særðust. Í farþegasæti bílsins var einnig upprunalegi bílstjóri hans, pólverjinn Lukasz Urban, en bílnum hafði verið rænt. Urban hafði verið skotinn.

Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð. Í fyrstu var pakistanskur maður grunaður en síðar beindust spjótin að túnisbúanum Anis Amri. Amri hafði komið til Ítalíu á flóttbát árið 2011 og var dæmdur í fangelsi fyrir íkveikju í flóttamannamiðstöð. Hann hafði áður verið dæmdur fyrir ofbeldi og þjófnað í Túnis. Amri kom til Þýskalands árið 2015 og var viðriðinn hnífaárás tengdri fíkniefnum þar en hvarf eftir að lögreglan reyndi að hafa upp á honum. Hann var á lista þýsku leyniþjónustunnar yfir hugsanlega hryðjuverkamenn.

Þann 23. desember var Amri skotinn til bana nálægt Mílanó, Ítalíu. Hann hafði verið spurður um skilríki af lögreglu og hóf að skjóta á lögreglu. [1]

Fyrirmynd greinarinnar var „2016 Berlin attack“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. des. 2016.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Anis Amri skotinn til bana í Mílanó Rúv, skoðað 23. des, 2016