Hrosskell (landnámsmaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrosskell var landnámsmaður í framanverðum Skagafirði, nam Svartárdal og bjó á Írafelli (áður Ýrarfelli). Í Landnámabók segir að hann hafi numið Svartárdal og Ýrarfellslönd en Írafell telst nú til Svartárdals, hvað sem áður hefur verið. Þetta svæði var upphaflega hluti af landnámi Eiríks Hróaldssonar en hann lét Hrosskeli eftir hluta þess.

Hrosskell sendi Roðrek þræl sinn í landkönnunarferð suður Mælifellsdal en hann fór ekki nema skammt suður á bóginn. Nágrönnum hans, Vékeli hamramma og Rönguði sendimanni Eiríks í Goðdölum, tókst mun betur upp við landaleitina.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.