Fara í innihald

Hrossavemba

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hrossavemba
G. intestinalis
G. intestinalis
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Undirfylking: Sexfætlur (Hexapoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Tvívængjur (Diptera)
Ætt: Oestridae
Samheiti

Gasterophilus magnicornis Bezzi, 1916
Gastrophilus asininus Brauer, 1863
Oestrus gastrophilus Gistel, 1848
Gasterophilus bengalensis Macquart, 1843
Oestrus equi Clark, 1797

Hrossavembur (fræðiheiti: Gasterophilus intestinalis) eru tegund flugna sem tilheyra vembuættkvísl (Gastrophilidae). Lirfa vembunar lifir sníkjulífi í iðrum spendýra. Hrossavemban leggst eingöngu á hesta, flugan verpir eggjum sínum á feld hestsins og þegar hesturinn sleikir feldinn berast egginn ofan í meltingarveginn þar sem lirfurnar klekjast út og koma sér fyrir í iðrum hans, stundum í hundruðatali.

Flugan er um 1,6 cm, öll brún og loðin, augun stór og rauð. Vængirnir eru dökkflekkóttir. Fullvaxin hrossavemba tekur enga næringu til sín og hefur það eina hlutverk að eðla sig, kvendýrið límir síðan egg sín á herðakamb eða bringu hrossa (einnig asna). Eggin eru vel sýnileg og eru hestamenn sem þekkja til fljótir að sjá eggin og fjarlægja þau, með að þvo hestin upp úr steinolíu, ef eggin eru ekki tekin komast eggin ofan í maga hestsins þegar hann sleikir sig.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.