Fara í innihald

Hreinsanirnar miklu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hreinsanir Stalíns)

Hreinsanirnar miklurússnesku: Большо́й терро́р / bolshoj terror, „ógnin mikla“) voru skipuleg herför pólitískra ofsókna sem stóð í Sovétríkjunum frá 1936 til 1938. Í þeim var stór hluti af embættismönnum sovéska kommúnistaflokksins og ríkisstofnana „hreinsaður“ úr stöðum sínum og fjöldi almennra borgara og leiðtoga rauða hersins var handtekinn og tekinn af lífi fyrir meint „spellvirki“ eða „gagnbyltingarhyggju.“ Hreinsanirnar stóðu sem hæst frá 1937 til 1938 en sá tími er oft kallaður Jezhovstsjína (Ежовщина; bókstaflega „Jezhov-fyrirbærið“ eða „Jezhov-tíminn“) í höfuðið á Níkolaj Jezhov, þáverandi öryggisráðherra og formanni sovésku leyniþjónustunnar NKVD. Jezhov stóð fyrir mörgum helstu grimmdarverkum tímabilsins en var síðar sjálfur handtekinn og tekinn af lífi í hreinsununum. Í hreinsununum voru gasbílar notaðir til að taka fólk af lífi án dóms og laga.[1][2][3] Talið er að um 600.000 manns hafi látið lífið af völdum sovéskra stjórnvalda á meðan á hreinsununum stóð.[4]

Í vesturheimi varð algengt að tala um „ógnina miklu“ eftir að bókin The Great Terror eftir Robert Conquest kom út árið 1968. Titill bókarinnar var sjálfur skírskotun í Ógnarstjórn frönsku byltingarinnar.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Yevgenia Albats, KGB: The State Within a State. 1995, page 101
  2. Robert Gellately. Lenin, Stalin, and Hitler: The Age of Social Catastrophe. Knopf, 2007, bls. 460
  3. Catherine Merridale. Night of Stone: Death and Memory in Twentieth-Century Russia. Penguin Books, 2002, bls. 200.
  4. "Robert Conquest, The Great Terror: A Reassessment: 40th Anniversary Edition, Oxford University Press, USA, 2007. p. 339"
  5. Helen Rappaport (1999). Joseph Stalin: A Biographical Companion. ABC-CLIO. bls. 110. Sótt 29. september 2015.