Hreiðar Levý Guðmundsson
Útlit
(Endurbeint frá Hreiðar Guðmundsson)
Hreiðar Levý Guðmundsson (f. 29. nóvember 1980) er íslenskur handknattleiksmaður sem leikur með sænska liðinu Sävehof. Hann er markvörður.
Hreiðar lék með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og þegar það vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010. Hann keppti einnig á Heimsmeistaramótinu í Svíþjóð 2011.