Fara í innihald

Hrefna Sigurjónsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hrefna Sigurjónsdóttir
Fædd24. október 1950
StörfPrófessor í líffræði við Háskóla Íslands

Hrefna Sigurjónasdóttir (f. 24. október 1950) er líffræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.

Hrefna lauk landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1966 og stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík vorið 1970 og útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BS (90e) próf í líffræði vorið 1973. Lokaverkefni var á sviði vistfræði skordýra. Ári síðar lauk hún framhaldsnámi frá sömu deild (BS 120e),[1] með áherslu á skordýr þar sem hún kannaði útbreiðslu þeirra og fleiri liðdýra á landi í hlíðum og á toppi Esju.[2] Hún stundaði nám í vistfræði frá University College of North Wales, Bangor 1975 -1976 og lauk meistaranámi þaðan.[1] Rannsóknarverkefnið var um fæðusamkeppni milli náskyldra fersvatnsflatorma, og var það unnið undir leiðsögn prófessors T. Reynoldson.[2] Hrefna hóf doktorsnám 1977 í dýrafræðideild við University of Liverpool í Englandi og lauk því 1980. Leiðbeinandi hennar þar var prófessor G.A. Parker sem var brautryðjandi í þróunarfræði með áherslu á æxlunarhegðun og þróun kynjamunar og hafði unnið mikið með gulu mykjufluguna. Doktorsverkefni Hrefnu var á þessu sviði þar sem áherslan er á að túlka hegðun dýra út frá vistfræði og í ljósi þróunar (behaviour ecology/sociobiology). Titill ritgerðarinnar er Evolutionary aspects of Sexual Dimorphism in Size:studies on Dung flies and Three Groups of Birds.[3][4] Hún var fyrst kvenna á Íslandi til að ljúka doktorsprófi í dýraatferlisfræði. Eftir heimkomu lauk hún kennsluréttindanámi frá Háskóla Íslands (1982).[1]

Á námsárum sínum vann hún eitt sumar á Rannsóknastofu fiskiðnaarins (1971), aðstoðaði prófessor Arnþór Garðarson við rannsóknir á gróðri Þjórsárvera (1973 og 1974) og vann fyrir prófessor Agnar Ingólfsson við rannsóknir á útbreiðslu fjörulífvera sumarið 1975 og sumarið 1977. Hún aðstoðaði við verklega kennslu í vistfræði og dýrafræði með námi og veturinn 1974-1975. Eftir að doktorsnáminu lauk var hún stundakennari við líffræðiskor Háskóla Íslands og við Menntaskólann í Hamrahlíð (2 ár). Haustið 1982 var hún ráðin lektor í líffræði við Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) og fékk framgang í dósent 1987 og síðan prófessor 1999. Við sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands 2008 varð hún prófessor við menntavísindasvið HÍ. Hún hefur einkum kennt kennaranemum sem velja líffræði/náttúrufræði sem kjörsvið en einnig stýrt og kennt mörgum endurmenntunarnámskeiðum á sviði líffræði, umhverfismenntar og útikennslu. Í HÍ var hún aðalkennari í valnámskeiði í atferlisfræði, fyrst vorið 1981 og síðan að jafnaði annað hvert ár, síðast 2018. Hún hefur leiðbeint nemendum í meistaranámi í atferlisfræði[5] (íslenskum og frönskum) auk fjölda kennaranema í lokaverkefnum til B.ED. og M.Ed. prófs. Hún hefur einnig kennt námskeið í atferlisfræði hesta við Hólaskóla, Háskólann á Hólum (2011-2013).[1]

Rannsóknir

[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknir Hrefnu í líffræði hafa verið á sviði atferlisfræði,[6] og hefur hún unnið með æxlunarhegðun mykjuflugna og kuðungableikju og síðustu 20 árin félagshegðun íslenska hestsins.[2][7][8][9] Þar hefur hún meðal annars kannað virðingarraðir, hvað ræður stöðu einstaklinganna og hve mörgum hestarnir tengjast vináttuböndum og hverjum, þ.e. tengslaneti þeirra.[10][11] Rannsóknir hennar hafa verið styrktar af Rannís, Rannsóknasjóði HÍ[12] og fleiri aðilum og verið kynntar á fjölda ráðstefna og funda víða um heim.[2]

Hrefna hefur tekið þátt í rannsóknum á sviði náttúrufræðimenntunar, haldið erindi,[13] skrifað greinar og bókakafla um kennslufræði líffræðinnar og umhverfismennt, ritað námsefni fyrir grunnskóla í dýrafræði[14][15] og gert kvikmynd um æxlunarhegðun bleikju í Þingvallavatni ásamt Karli Gunnarssyni.[16][2] Hún sat í starfshópi fyrir Námsgagnastofnun og var lengi ráðgjafi stofnunarinnar varðandi þýðingar og val á námsefni í líffræði.

Ýmis störf og verkefni

[breyta | breyta frumkóða]

Hrefna hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands.[1] Hún sat fyrst kvenna í stjórn stúdentaráðs 1973-4.[17] Í KHÍ var hún m.a. skorarformaður, sat í skólaráði, var misserisstjóri, sat í deildarráði endurmenntunardeildar og var formaður dómnefndar. Eftir sameiningu skólanna hefur hún setið í deildarráði kennaradeildar, verið oddviti kjörsviðs[1] og er nú fulltrúi menntavísindasviðs í framgangsnefnd HÍ.[18] Hún sat í dómnefnd Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og var skipuð í dómnefnd fyrir Fróðskapasetrið í Færeyjum. Hún hefur setið í faghópi náttúru- og umhverfisfræða fyrir Rannís. Hún sat í fagráði Hagþenkis í nokkur ár og í úthlutanarnefnd (stjórn) Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna. Hún var stjórnarmeðlimur Kennarafélags KHÍ og trúnaðarmaður í sex ár og í stjórn Félags prófessora á Íslandi og fulltrúi þess félags í ráðgjafahópi fyrir kjaranefnd í mörg ár.[1]

Hrefna hefur setið í stjórn fagfélaga og áhugafélaga á sviði líffræði og náttúruverndarmála. Hún sat í stjórn Líffræðifélags Íslands, var í ritnefnd Náttúrufræðingsins fyrir Hið íslenska Náttúrufræðifélag (HÍN) í 28 ár,[1] sat tvisvar í stjórn Landverndar (7 ár),[19] var í stjórn Náttúruverndarfélgs Suðvesturlands (4 ár), var formaður stjórnar Reykjanesfólkvangs (4 ár)[20] og situr nú í annað skipti í stjórn HÍN.[21]

Hrefna hefur tekið að sér fararstjórn fyrir HÍ og Ferðafélag Íslands í verkefninu “Með fróðleik í fararnesti” þar sem reynsla og þekking farastjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman. Hún hefur leiðbeint í skordýraskoðun í Elliðaárdalnum og leitt viðburðinn “Fjöruferð í Gróttu”.[22]

Æska og einkalíf

[breyta | breyta frumkóða]

Hrefna ólst upp í Reykjavik en var alltaf í sveit á sumrin sem barn og unglingur. Foreldrar: Sigurjón Sigurðsson, bankamaður (f. 1920, d. 2013) og Björg Ólafsdóttir (f. 1921). Eiginmaður hennar er Sigurður Sveinn Snorrason, prófessor í líffræði við HÍ. Þau eiga tvö börn, Björgu (f. 1974) og Snorra,( f. 1981).

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 „Hrefna Sigurjónsdóttir. Prófessor líffræði. Ferilskrá“. Sótt 31. júlí 2019.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 „Hrefna Sigurjónsdóttir. Prófessor líffræði. Ritaskrá“. Sótt 31. júlí 2019.
  3. Skrá um doktorsritgerðir Íslandinga. Hrefna Sigurjónsdóttir. Sótt 31. júlí 2019
  4. Morgunblaðið. (1981, 28. mars). Doktorsritgerð Hrefnu Sigurjónsdóttur: Fjallaði um þróun stærðarmunar kynja á mykjuflugum (bls. 7). Sótt 31. júlí 2019
  5. Háskóli Íslands. Ótvíræð greind geitarinnar. Sótt 1. ágúst 2019
  6. Google Scholar. Hrefna Sigurjonsdottir..
  7. Vísindavefurinn. Hrefna Sigurjónsdóttir prófessor í líffræði við HÍ. Sótt 31. júlí 2019
  8. Háskóli Íslands. Hversu lengi eru folöld á spena? Sótt 31. júlí 2019
  9. Fákur. (2015). Fræðslufundur um atferli hrossa. Sótt 31. júlí 2019
  10. Vísindavefurinn. (2018). Hvað hefur vísindamaðurinn Hrefna Sigurjónsdóttir rannsakað? Sótt 31. júlí 2019
  11. RÚV. Landinn. (2014, 15. september). Vinskapur hesta getur varað ævilangt. Sótt 31. júlí 2019
  12. Tímarit Háskólans. (2018). Hversu lengi eru folöld á spena? (bls. 61) Geymt 31 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 31. júlí 2019
  13. form vendikennslu - Hugleiðingar um árangur[óvirkur tengill]. Erindi á Málþingi um náttúrufræðimenntun, sem var haldið í VÍ 17. apríl 2015.
  14. Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands og Hólaskóli – Háskólinn á Hólum. (2004). Könnum saman lóð og mó Geymt 31 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 31. júlí 2019
  15. Mbl.is. (2005, 3. janúar). Námsvefur um lífríki í nágrenni íslenskra grunnskóla. Sótt 31. júlí 2019
  16. Menntamálastofnun. Hrefna Sigurjónsdóttir Geymt 31 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 31. júlí 2019
  17. Stúdentablaðið. (1973). Störf S.H.Í. kjörtímabilið 1972-1973: Skýrsla fráfarandi formanns S.H.Í. Sótt 31. júlí 2019
  18. Háskóli Íslands. Nefndir háskólaráðs. Aðrar nefndir – Framgangsnefnd Háskóla Íslands. Sótt 31. júlí 2019
  19. Landvernd. (2008). Fjöldi ályktana samþykktar á aðalfundi. Sótt 31. júlí 2019
  20. Náttúrufræðingurinn. (2006). Reykjanesfólkvangur. Auðlind við bæjarmörkin. Náttúrufræðingurinn, 74(1-2), 58. Sótt 31. júlí 2019
  21. Hið íslenska náttúrufræðifélag. Stjórn hins íslenska náttúrufræðifélags árið 2018. Sótt 31. júlí 2019
  22. Háskóli Íslands. (2017). Grennslast fyrir um lífríkið í fjörum við Gróttu. Sótt 31. júlí 2019

Helstu ritverk

[breyta | breyta frumkóða]

Greinar

Bækur

  • Agnar Ingólfsson, Eggert Pétursson, Hrefna Sigurjónsdóttir og Karl Gunnarsson. 1986. Fjörulíf. Fræðslurit Ferðafélags Íslands nr.2 , 116 bls. Ferðafélag Íslands. Reykjavík.

Bókakaflar

  • Hrefna Sigurjónsdóttir 1989. Atferli skordýra. Í: Pöddur. Ritröð Landverndar nr. 9. Ritstjórar: Hrefna Sigurjónsdóttir og Árni Einarsson. Bls. 171-194. Landvernd, Reykjavík.
  • Sandlund, O.T. et al. 1992. The arctic charr, Salvelinus alpinus, in Thingvallavatn. Oikos 64: 305-351. Special edition Oikos (book): Ecology of oligotrophic subarctic Thingvallavatn. 437 pp. 10 authors.
  • Hrefna Sigurjónsdóttir Machteld C van Dierendonck and Anna Gudrun Thórhallsdóttir. 2002. Friendship Among Horses Rank and Kinship Matter. Í: Horse Behavior and Welfare. A Dorothy Russell Havemeyer Foundation Workshop. Editors: S. McDonnell& D. Mills. 13-16 June 2002. Hólar College- Hólar, Iceland. Bls. 27- 34.
  • Hrefna Sigurjónsdóttir and Víkingur Gunnarsson. 2002. Controlled Study of Early Handling and Training of Icelandic Foals. Í: Horse Behavior and Welfare. A Dorothy Russell Havemeyer Foundation Workshop. Editors: S. McDonnell & D. Mills. 13-16 June 2002. Hólar College-Hólar, Iceland. Bls. 35-39.
  • Machteld C van Dierendonck, Hrefna Sigurjónsdóttir, and Anna G. Thórhallsdóttir. 2002. Changes in Social Behaviour of Mares Pre and Post Partum Compared to Behaviour of Non Pregnant Herd Mates in Semi-feral Mixed Herds of Icelandic Horses”. Í: Horse Behavior and Welfare. A Dorothy Russell Havemeyer Foundation Workshop. Editors: S. McDonnell & D. Mills. 13-16 June 2002. Hólar College- Hólar, Iceland. pp. 53-58.
  • Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður Snorrason 2010. Þróun atferlis Geymt 31 júlí 2019 í Wayback Machine: Í: Arnar Pálsson, Bjarni Kristófer Kristjánsson, Hafdís Hanna Ægis- dóttir, Snæbjörn Pálsson, Steindór J. Erlingsson ( ritstj). Arfleifð Darwins. Þróunarfræði, náttúra og , menning. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík. Bls. 171-197.
  • Hrefna Sigurjónsdóttir. 2010. Að skilja hugtökin er meira en að segja það Geymt 31 júlí 2019 í Wayback Machine. Í: Arnar Pálsson, Bjarni Kristófer Kristjánsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Snæbjörn Pálsson, Steindór J. Erlingsson. (ritstj). Arfleifð Darwins. Þróunarfræði, náttúra og menning. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík. Bls. 351-364.

Námsefni