Hrefna Sigurjónsdóttir
Hrefna Sigurjónsdóttir | |
---|---|
Fædd | 24. október 1950 |
Störf | Prófessor í líffræði við Háskóla Íslands |
Hrefna Sigurjónasdóttir (f. 24. október 1950) er líffræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Hrefna lauk landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1966 og stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík vorið 1970 og útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BS (90e) próf í líffræði vorið 1973. Lokaverkefni var á sviði vistfræði skordýra. Ári síðar lauk hún framhaldsnámi frá sömu deild (BS 120e),[1] með áherslu á skordýr þar sem hún kannaði útbreiðslu þeirra og fleiri liðdýra á landi í hlíðum og á toppi Esju.[2] Hún stundaði nám í vistfræði frá University College of North Wales, Bangor 1975 -1976 og lauk meistaranámi þaðan.[1] Rannsóknarverkefnið var um fæðusamkeppni milli náskyldra fersvatnsflatorma, og var það unnið undir leiðsögn prófessors T. Reynoldson.[2] Hrefna hóf doktorsnám 1977 í dýrafræðideild við University of Liverpool í Englandi og lauk því 1980. Leiðbeinandi hennar þar var prófessor G.A. Parker sem var brautryðjandi í þróunarfræði með áherslu á æxlunarhegðun og þróun kynjamunar og hafði unnið mikið með gulu mykjufluguna. Doktorsverkefni Hrefnu var á þessu sviði þar sem áherslan er á að túlka hegðun dýra út frá vistfræði og í ljósi þróunar (behaviour ecology/sociobiology). Titill ritgerðarinnar er Evolutionary aspects of Sexual Dimorphism in Size:studies on Dung flies and Three Groups of Birds.[3][4] Hún var fyrst kvenna á Íslandi til að ljúka doktorsprófi í dýraatferlisfræði. Eftir heimkomu lauk hún kennsluréttindanámi frá Háskóla Íslands (1982).[1]
Á námsárum sínum vann hún eitt sumar á Rannsóknastofu fiskiðnaarins (1971), aðstoðaði prófessor Arnþór Garðarson við rannsóknir á gróðri Þjórsárvera (1973 og 1974) og vann fyrir prófessor Agnar Ingólfsson við rannsóknir á útbreiðslu fjörulífvera sumarið 1975 og sumarið 1977. Hún aðstoðaði við verklega kennslu í vistfræði og dýrafræði með námi og veturinn 1974-1975. Eftir að doktorsnáminu lauk var hún stundakennari við líffræðiskor Háskóla Íslands og við Menntaskólann í Hamrahlíð (2 ár). Haustið 1982 var hún ráðin lektor í líffræði við Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) og fékk framgang í dósent 1987 og síðan prófessor 1999. Við sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands 2008 varð hún prófessor við menntavísindasvið HÍ. Hún hefur einkum kennt kennaranemum sem velja líffræði/náttúrufræði sem kjörsvið en einnig stýrt og kennt mörgum endurmenntunarnámskeiðum á sviði líffræði, umhverfismenntar og útikennslu. Í HÍ var hún aðalkennari í valnámskeiði í atferlisfræði, fyrst vorið 1981 og síðan að jafnaði annað hvert ár, síðast 2018. Hún hefur leiðbeint nemendum í meistaranámi í atferlisfræði[5] (íslenskum og frönskum) auk fjölda kennaranema í lokaverkefnum til B.ED. og M.Ed. prófs. Hún hefur einnig kennt námskeið í atferlisfræði hesta við Hólaskóla, Háskólann á Hólum (2011-2013).[1]
Rannsóknir
[breyta | breyta frumkóða]Rannsóknir Hrefnu í líffræði hafa verið á sviði atferlisfræði,[6] og hefur hún unnið með æxlunarhegðun mykjuflugna og kuðungableikju og síðustu 20 árin félagshegðun íslenska hestsins.[2][7][8][9] Þar hefur hún meðal annars kannað virðingarraðir, hvað ræður stöðu einstaklinganna og hve mörgum hestarnir tengjast vináttuböndum og hverjum, þ.e. tengslaneti þeirra.[10][11] Rannsóknir hennar hafa verið styrktar af Rannís, Rannsóknasjóði HÍ[12] og fleiri aðilum og verið kynntar á fjölda ráðstefna og funda víða um heim.[2]
Hrefna hefur tekið þátt í rannsóknum á sviði náttúrufræðimenntunar, haldið erindi,[13] skrifað greinar og bókakafla um kennslufræði líffræðinnar og umhverfismennt, ritað námsefni fyrir grunnskóla í dýrafræði[14][15] og gert kvikmynd um æxlunarhegðun bleikju í Þingvallavatni ásamt Karli Gunnarssyni.[16][2] Hún sat í starfshópi fyrir Námsgagnastofnun og var lengi ráðgjafi stofnunarinnar varðandi þýðingar og val á námsefni í líffræði.
Ýmis störf og verkefni
[breyta | breyta frumkóða]Hrefna hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands.[1] Hún sat fyrst kvenna í stjórn stúdentaráðs 1973-4.[17] Í KHÍ var hún m.a. skorarformaður, sat í skólaráði, var misserisstjóri, sat í deildarráði endurmenntunardeildar og var formaður dómnefndar. Eftir sameiningu skólanna hefur hún setið í deildarráði kennaradeildar, verið oddviti kjörsviðs[1] og er nú fulltrúi menntavísindasviðs í framgangsnefnd HÍ.[18] Hún sat í dómnefnd Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og var skipuð í dómnefnd fyrir Fróðskapasetrið í Færeyjum. Hún hefur setið í faghópi náttúru- og umhverfisfræða fyrir Rannís. Hún sat í fagráði Hagþenkis í nokkur ár og í úthlutanarnefnd (stjórn) Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna. Hún var stjórnarmeðlimur Kennarafélags KHÍ og trúnaðarmaður í sex ár og í stjórn Félags prófessora á Íslandi og fulltrúi þess félags í ráðgjafahópi fyrir kjaranefnd í mörg ár.[1]
Hrefna hefur setið í stjórn fagfélaga og áhugafélaga á sviði líffræði og náttúruverndarmála. Hún sat í stjórn Líffræðifélags Íslands, var í ritnefnd Náttúrufræðingsins fyrir Hið íslenska Náttúrufræðifélag (HÍN) í 28 ár,[1] sat tvisvar í stjórn Landverndar (7 ár),[19] var í stjórn Náttúruverndarfélgs Suðvesturlands (4 ár), var formaður stjórnar Reykjanesfólkvangs (4 ár)[20] og situr nú í annað skipti í stjórn HÍN.[21]
Hrefna hefur tekið að sér fararstjórn fyrir HÍ og Ferðafélag Íslands í verkefninu “Með fróðleik í fararnesti” þar sem reynsla og þekking farastjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman. Hún hefur leiðbeint í skordýraskoðun í Elliðaárdalnum og leitt viðburðinn “Fjöruferð í Gróttu”.[22]
Æska og einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Hrefna ólst upp í Reykjavik en var alltaf í sveit á sumrin sem barn og unglingur. Foreldrar: Sigurjón Sigurðsson, bankamaður (f. 1920, d. 2013) og Björg Ólafsdóttir (f. 1921). Eiginmaður hennar er Sigurður Sveinn Snorrason, prófessor í líffræði við HÍ. Þau eiga tvö börn, Björgu (f. 1974) og Snorra,( f. 1981).
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 „Hrefna Sigurjónsdóttir. Prófessor líffræði. Ferilskrá“. Sótt 31. júlí 2019.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 „Hrefna Sigurjónsdóttir. Prófessor líffræði. Ritaskrá“. Sótt 31. júlí 2019.
- ↑ Skrá um doktorsritgerðir Íslandinga. Hrefna Sigurjónsdóttir. Sótt 31. júlí 2019
- ↑ Morgunblaðið. (1981, 28. mars). Doktorsritgerð Hrefnu Sigurjónsdóttur: Fjallaði um þróun stærðarmunar kynja á mykjuflugum (bls. 7). Sótt 31. júlí 2019
- ↑ Háskóli Íslands. Ótvíræð greind geitarinnar. Sótt 1. ágúst 2019
- ↑ Google Scholar. Hrefna Sigurjonsdottir..
- ↑ Vísindavefurinn. Hrefna Sigurjónsdóttir prófessor í líffræði við HÍ. Sótt 31. júlí 2019
- ↑ Háskóli Íslands. Hversu lengi eru folöld á spena? Sótt 31. júlí 2019
- ↑ Fákur. (2015). Fræðslufundur um atferli hrossa. Sótt 31. júlí 2019
- ↑ Vísindavefurinn. (2018). Hvað hefur vísindamaðurinn Hrefna Sigurjónsdóttir rannsakað? Sótt 31. júlí 2019
- ↑ RÚV. Landinn. (2014, 15. september). Vinskapur hesta getur varað ævilangt. Sótt 31. júlí 2019
- ↑ Tímarit Háskólans. (2018). Hversu lengi eru folöld á spena? (bls. 61) Geymt 31 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 31. júlí 2019
- ↑ form vendikennslu - Hugleiðingar um árangur[óvirkur tengill]. Erindi á Málþingi um náttúrufræðimenntun, sem var haldið í VÍ 17. apríl 2015.
- ↑ Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands og Hólaskóli – Háskólinn á Hólum. (2004). Könnum saman lóð og mó Geymt 31 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 31. júlí 2019
- ↑ Mbl.is. (2005, 3. janúar). Námsvefur um lífríki í nágrenni íslenskra grunnskóla. Sótt 31. júlí 2019
- ↑ Menntamálastofnun. Hrefna Sigurjónsdóttir Geymt 31 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 31. júlí 2019
- ↑ Stúdentablaðið. (1973). Störf S.H.Í. kjörtímabilið 1972-1973: Skýrsla fráfarandi formanns S.H.Í. Sótt 31. júlí 2019
- ↑ Háskóli Íslands. Nefndir háskólaráðs. Aðrar nefndir – Framgangsnefnd Háskóla Íslands. Sótt 31. júlí 2019
- ↑ Landvernd. (2008). Fjöldi ályktana samþykktar á aðalfundi. Sótt 31. júlí 2019
- ↑ Náttúrufræðingurinn. (2006). Reykjanesfólkvangur. Auðlind við bæjarmörkin. Náttúrufræðingurinn, 74(1-2), 58. Sótt 31. júlí 2019
- ↑ Hið íslenska náttúrufræðifélag. Stjórn hins íslenska náttúrufræðifélags árið 2018. Sótt 31. júlí 2019
- ↑ Háskóli Íslands. (2017). Grennslast fyrir um lífríkið í fjörum við Gróttu. Sótt 31. júlí 2019
Helstu ritverk
[breyta | breyta frumkóða]Greinar
- Hrefna Sigurjónsdóttir. 1974. Hvenær fara skordýr og áttfætlur á kreik á vorin? Náttúrufræðingurinn, 44: 80-94.
- Sigurjónsdóttir, H and T. B. Reynoldson. 1977. An experimental study of competition between triclad species (Turbellaria) using the de Wit mode[óvirkur tengill]l. Acta Zoologica Fennica, 154: 89-104.
- Sigurjónsdóttir, H and G.A. Parker. 1981. Dung fly struggles: evidence for assessment strategy. Behavioural Ecology and Sociobiology, 8: 219-230.
- Sigurjónsdóttir, H. 1980. The evolution of sexual size dimorphism in gamebirds, waterfowl and raptors. Ornis Scandinavica, 12: 249-260.
- Sigurjónsdóttir, H. 1984. Food competition among Scatophaga stercoraria larvae with emphasis on its effect on reproductive success. Ecological Entomology, 9: 81-90.
- Sigurjónsdóttir, H. and Gunnarsson, K. 1989. Alternative mating tactics of arctic charr, Salvelinus alpinus, in Thingvallavatn, Iceland. Environmental Biology of Fishes 26: 159-176.
- Hrefna Sigurjónsdóttir. 1996. Fræðsla um fugla. Bliki, 17: 43-54.
- Hrefna Sigurjónsdóttir. 1997. Mykjuflugan. Náttúrufræðingurinn 67 (1): 3-19.
- Hrefna Sigurjónsdóttir, M. van Dierendonck, Anna G. Þórhallsdóttir and Sigurður Snorrason. 2003. Social relationships in a group of horses without a mature stallion. Behaviour, 140: 783-804.
- M.C. van Dierendonck, H. Sigurjonsdottir, B. Colenbrander and A.G. Thorhallsdóttir. 2004. Differences in social behaviour between late pregnant, post-partum and barren mares in a herd of Icelandic horses. Applied Animal Behaviour Science, 89(3- 4): 283-297.
- Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Hrefna Sigurjónsdóttir. 2005. Hestar og skyldar tegundir. Uppruni, þróun og atferli. Náttúrufræðingurinn: 73 (3-4): 105-116.
- Hrefna Sigurjónsdóttir og Anna G. Þórhallsdóttir. 2006. Félagshegðun hrossa. Rannsóknir á Skáney, Reykholtsdal. Náttúrufræðingurinn, 74 (1-2): 27-38.
- Vervaecke H, Stevens, M.G , Vandemoortele H., Sigurjónsdóttir H., De Vries H, 2006. Aggression and dominance in matched groups of subadult Icelandic horses (Equus caballus). J Ethology, 25: 239-248.
- Hrefna B. Ingólfsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir. 2008. The benefits of high rank in the wintertime- A study of the Icelandic horse. Applied Animal Behaviour Science, 114(3-4): 485-491.
- Machteld C. VanDierendonck, Han de Vries, Matthijs B.H. Schilder, Ben Colenbrander, Anna Guðrún Þórhallsdottir, Hrefna Sigurjónsdóttir. 2009. Interventions in social behaviour in a herd of mares and geldings. Applied Animal Behaviour Science, 116: 67-73.
- Hrefna Sigurjónsdóttir, Hrafnhildur Ævarsdóttir og Gunnhildur Óskarsdóttir. 2010. Heimur barnanna, heimur dýranna Geymt 31 júlí 2019 í Wayback Machine. Ráðstefnurit Netlu – Menntakvika 2010. Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
- Sandra M. Granquist, Anna G. Thórhallsdóttir and Hrefna Sigurjónsdóttir. 2012. The effect of stallions on social interactions in domestic and semi feral harems. Applied Animal Behaviour Science, 141(1–2): 49–56.
- Hrefna Sigurjónsdóttir, Anna G. Thórhallsdóttir, Helga M. Hafthórsdóttir and Sandra M. Granquist. 2012. The behaviour of stallions in a semi-feral herd in Iceland: time-budgets, home-ranges and interactions. International Journal of Zoology. Open access, on-line. December 2012.
- Katrinardottir, B., Pálsson, S., Gunnarsson, T.G. & Sigurjonsdottir, H. 2013. Sexing Icelandic Whimbrels Numenius phaeopus islandicus with DNA and biometrics. Ringing & Migration 28: 43-46.
- Patrick, P. et al 2013. Students (ages 6, 10, and 15 years) in six countries knowledge of animals Geymt 31 júlí 2019 í Wayback Machine. NorDina, 9(1): 18-31.
- Granquist, Sandra Magdalena, Sigurjonsdottir, Hrefna. 2014. The effect of land based seal watching tourism on the haul-out behaviour of harbour seals (Phoca vitulina) in Iceland. Applied Animal Behaviour Science, 156: 85-93.
- Hrefna Sigurjónsdóttir. Fjaran, vettvangur náms til sjálfbærni. 2014. Náttúrufræðingurinn, 84(3–4): 141–149.
- Katrínardóttir B, Alves JA, Sigurjónsdóttir H, Hersteinsson P, Gunnarsson TG. 2015. Effects of Habitat Type and Volcanic Eruptions on the Breeding Demography of Icelandic Whimbrels Numenius phaeopus[óvirkur tengill]. PLoS ONE 10(7): e0131395. 15 bls. (pp).
- Hrefna Sigurjónsdóttir. Landið er fagurt og frítt ... Um Lífríki Íslands. Vistkerfi lands og sjávar. 2016. Náttúrufræðingurinn, 86(3–4): 59– 66 (Ritdómur).
- Hrefna Sigurjónsdóttir and Hans Haraldsso. (2019). Significance of Group Composition for the Welfare of Pastured Horses. Animals, 9, 14.
- Hrefna Sigurjónsdóttir og Sandra M. Granquist 2019. Hátterni hesta í haga- Rannsóknir á félagshegðun. Náttúrufræðingurinn 89 (3-4), bls. 78-97, 2019. https://hdl.handle.net/20.500.11815/1458
- Séverine Henry *, Hrefna Sigurjónsdóttir, Aziliz Klapper, Julie Joubert, Gabrielle Montier, Martine Hausberger 2020. Domestic foal weaning: need for re-thinking breeding practices? Animals – special issue Horse Welfare. Received. 7 January 2020. Published 23 Febrary 2020. https://www.mdpi.com/2076-2615/10/2/361
Bækur
- Agnar Ingólfsson, Eggert Pétursson, Hrefna Sigurjónsdóttir og Karl Gunnarsson. 1986. Fjörulíf. Fræðslurit Ferðafélags Íslands nr.2 , 116 bls. Ferðafélag Íslands. Reykjavík.
Bókakaflar
- Hrefna Sigurjónsdóttir 1989. Atferli skordýra. Í: Pöddur. Ritröð Landverndar nr. 9. Ritstjórar: Hrefna Sigurjónsdóttir og Árni Einarsson. Bls. 171-194. Landvernd, Reykjavík.
- Sandlund, O.T. et al. 1992. The arctic charr, Salvelinus alpinus, in Thingvallavatn. Oikos 64: 305-351. Special edition Oikos (book): Ecology of oligotrophic subarctic Thingvallavatn. 437 pp. 10 authors.
- Hrefna Sigurjónsdóttir Machteld C van Dierendonck and Anna Gudrun Thórhallsdóttir. 2002. Friendship Among Horses Rank and Kinship Matter. Í: Horse Behavior and Welfare. A Dorothy Russell Havemeyer Foundation Workshop. Editors: S. McDonnell& D. Mills. 13-16 June 2002. Hólar College- Hólar, Iceland. Bls. 27- 34.
- Hrefna Sigurjónsdóttir and Víkingur Gunnarsson. 2002. Controlled Study of Early Handling and Training of Icelandic Foals. Í: Horse Behavior and Welfare. A Dorothy Russell Havemeyer Foundation Workshop. Editors: S. McDonnell & D. Mills. 13-16 June 2002. Hólar College-Hólar, Iceland. Bls. 35-39.
- Machteld C van Dierendonck, Hrefna Sigurjónsdóttir, and Anna G. Thórhallsdóttir. 2002. Changes in Social Behaviour of Mares Pre and Post Partum Compared to Behaviour of Non Pregnant Herd Mates in Semi-feral Mixed Herds of Icelandic Horses”. Í: Horse Behavior and Welfare. A Dorothy Russell Havemeyer Foundation Workshop. Editors: S. McDonnell & D. Mills. 13-16 June 2002. Hólar College- Hólar, Iceland. pp. 53-58.
- Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður Snorrason 2010. Þróun atferlis Geymt 31 júlí 2019 í Wayback Machine: Í: Arnar Pálsson, Bjarni Kristófer Kristjánsson, Hafdís Hanna Ægis- dóttir, Snæbjörn Pálsson, Steindór J. Erlingsson ( ritstj). Arfleifð Darwins. Þróunarfræði, náttúra og , menning. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík. Bls. 171-197.
- Hrefna Sigurjónsdóttir. 2010. Að skilja hugtökin er meira en að segja það Geymt 31 júlí 2019 í Wayback Machine. Í: Arnar Pálsson, Bjarni Kristófer Kristjánsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Snæbjörn Pálsson, Steindór J. Erlingsson. (ritstj). Arfleifð Darwins. Þróunarfræði, náttúra og menning. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík. Bls. 351-364.
Námsefni
- Komdu að skoða hvað dýrin gera. Meðhöfundur er Sólrún Harðardóttir.
- Greiningarlyklar fyrir smádýr. Meðhöfundur er Snorri Sigurðsson.
- Æxlunarhegðun bleikju í Þingvallavatni – fræðslumynd unnin með Karli Gunnarssyni.
- Æxlunarhegðun bleikju í Þingvallavatni – kennsluleiðbeiningar með myndbandi.
- Smárit (5) um hegðun dýra fyrir unglingastig og kennsluleiðbeiningar með þeim – sjá ritaskrá nr 17-26. Sum voru gefin út á ensku á Englandi (nr. 30-32).