Hrannar Pétursson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hrannar Pétursson.jpg

Hrannar Pétursson (f. 5. ágúst 1973 á Húsavík) er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í samskipta- og upplýsingamálum. Hann vinnur með fyrirtækjum og einstaklingum að almanna- og fjárfestatengslun, ímyndarmálum og stefnumiðaðri boðmiðlun.

Vefsíða Hrannars er www.hrannarpetursson.is.

Hrannar er uppalinn á Húsavík en flutti til Reykjavíkur þegar hann hóf nám í Verzlunarskóla Íslands. Að loknu stúdentsprófi lærði Hrannar félagsfræði við Háskóla Íslands, þaðan sem hann útskrifaðist vorið 1996. Að loknu háskólanámi starfaði Hrannar á fréttastofu Bylgjunnar og varð síðar fréttamaður á Ríkissjónvarpinu. Hann var upplýsingafulltrúi hjá Íslenska álfélaginu, (ÍSAL), frá 1999 til 2007 og starfaði hjá fjarskiptafyrirtækinu Vodafone á Íslandi frá 2007 til 2014, síðast sem framkvæmdastjóri mannauðs-, markaðs-, lögfræði- og samskiptamála. Hann gegndi tímabundnum verkefnum fyrir ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu á árinu 2015 og var aðstoðamaður Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra frá 2016 til 2017. Hann er nú sjálfstætt starfandi ráðgjafi.

Foreldrar hans eru Sólveig Jónsdóttir skólaliði og Pétur Skarphéðinsson verkamaður. Hann er annar í röð fjögurra bræðra. Hrannar er kvæntur Margréti Arnardóttur, vélaverkfræðingi, viðskiptafræðingi og framkvæmdastjóra tæknisviðs Ölgerðarinnar. Þau eiga samtals fjögur börn.

Þann 20. mars 2016 tilkynnti Hrannar að hann hyggðist bjóða sig fram í forsetakosningunum sumarið 2016. Hann dró framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann hyggðist sækjast eftir endurkjöri.