Fara í innihald

Hrannar Pétursson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrannar Pétursson (f. 5. ágúst 1973 á Húsavík) er sérfræðingur í samskipta- og upplýsingamálum. Hann hefur ýmist starfað sjálfstætt sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki og einstaklinga að almanna- og fjárfestatengslun o.s.frv. eða sem stjórnandi, t.d. hjá ISAL, Vodafone, Stjórnarráði Íslands og Kerecis.

Hrannar er uppalinn á Húsavík en flutti til Reykjavíkur þegar hann hóf nám í Verzlunarskóla Íslands. Að loknu stúdentsprófi lærði Hrannar félagsfræði við Háskóla Íslands, þaðan sem hann útskrifaðist vorið 1996. Að loknu háskólanámi starfaði Hrannar á fréttastofu Bylgjunnar og varð síðar fréttamaður á Ríkissjónvarpinu. Hann var upplýsingafulltrúi hjá Íslenska álfélaginu, (ÍSAL), frá 1999 til 2007 og starfaði hjá fjarskiptafyrirtækinu Vodafone á Íslandi frá 2007 til 2014, síðast sem framkvæmdastjóri mannauðs-, markaðs-, lögfræði- og samskiptamála. Hann gegndi tímabundnum verkefnum fyrir ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu á árinu 2015 og var aðstoðamaður Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra frá 2016 til 2017. Hann var jafnframt aðstoðarmaður Lilju Daggar sem mennta- og menningarmálaráðherra 2019 til 2021.

Árið 2017 stofnaði Hrannar Vinnustofu Kjarval við Austurstræti í Reykjavík, ásmt Hálfdani Steinþórssyni, Aðalsteini Jónssyni Þorsteinsyni og Alexander Gylfasyni. Hann er nú sjálfstætt starfandi ráðgjafi.

Foreldrar hans eru Sólveig Jónsdóttir skólaliði og Pétur Skarphéðinsson verkamaður. Hann er annar í röð fjögurra bræðra.