Hríspappír

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
'Hríspappír í neytandaumbúðum
Hefðbundin aðferð í Víetnam við að búa til kökur úr ætum hríspappír

Hríspappír er pappír frá Austur-Asíu unninn úr mismunandi jurtum. Hríspappír er meðal annars unninn úr þessum jurtum:

  • þunnum þurrkuðum plöntuhlutum af jurtinnni Tetrapanax papyrifer. Blöð gerð úr þeirri jurt voru mikið notur seint á 19. öld í Kína til að styrkja gvass málverk sem seld voru til Vesturlanda.
  • pappír gerður úr pappírsmórberjatré Broussonetia papyrifera. Slíkur pappír var gerður í Kína til forna og notaður í Kína, Japan, Kóreu og Víetnam til að skrifa, mála og teikna á.
  • ýmis konar pappír má einnig gera úr stráum hrísgrjónaplöntu eða stráum annarra jurta eins og hamps og bambus.
  • ætan pappír má búa til með þurrkum blöðum með mismunandi áferð og þykkt sem unnin eru úr sterkju hrísgrjóna. Slíkur pappír sem unninn úr ætu deigi, er notaður í matargerð svo sem í vorrúllur og soðkökur.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.