Holarktíska svæðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Holarktíska svæðið.

Holarktíska svæðið er landfræðilegt lífsvæði sem spannar stóran hluta norðurhvels jarðar og sameinar nearktíska svæðið og palearktíska svæðið; mestalla Evrasíu (utan Indlands, Suðaustur-Asíu og Arabíuskaga), Norður-Ameríku og hluta Norður-Afríku. Vistkerfi á þessu svæði hafa þróast saman í gegnum sögu ísaldarjökulsins sem hörfaði af svæðinu. Þau er þó fjölbreytt; allt frá freðmýri til þurrari svæða sem eru í nálægð eyðimarka. Borealflóran samsvarar holarktíska svæðinu.

Brúnbjörn, úlfur, rauðrefur, elgur, hreindýr, gullörn og hrafn eru meðal algengra dýra á holarktíska svæðinu. Sum spendýr og trjátegundir eru taldar í hættu vegna hlýnunar jarðar.