Fara í innihald

Hofsá (Höfðaströnd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hofsá þar sem hún rennur hjá Hofi.

Hofsá er bergvatnsá á Höfðaströnd í Skagafirði. Áin kemur úr Unadal[1] og heitir þar Unadalsá en breytir um nafn[2] er hún kemur út úr dalsmynninu og liggja þar að henni sléttar grundir þar sem hún liðast framhjá kirkjustaðnum Hofi og til sjávar á Hofsósi.[1]

  1. 1,0 1,1 „Sveitarstjórnarmál - 2. tölublað (01.04.1987) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 6. september 2024.
  2. „Skagfirðingabók - 1. tölublað (01.01.1988) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 6. september 2024.