Hnúðertur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hnúðertur
Blóm og blöð hnúðerta
Blóm og blöð hnúðerta
Hnýði hnúðerta
Hnýði hnúðerta
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættflokkur: Vicieae
Ættkvísl: Lathyrus
Tegund:
L. tuberosus

Tvínefni
Lathyrus tuberosus
L.[1]
Samheiti

Lathyrus attenuatus Viv.
Lathyrus festivus Sennen
Lathyrus tuberculatus Gaudin
Pisum tuberosum (L.) E.H.L.Krause


Hnúðertur (fræðiheiti Lathyrus tuberosus[2]) er fjölær jurt af ertublómaætt. Hnúðertur blómgast í júlí - ágúst bleikleitum, ilmandi blómum. Ættuð frá Evrasíu.[3] Þær eru ræktaðar bæði til skrauts og til matar, en hnýðin sem verða 2 - 5 sm, bragðast svipað og kastaníuhnetur og eru næringarrík. Hnúðertum er helst fjölgað með hnýðunum.[4]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Rothmaler W. & al. (1988) , Exkursionsflora fur die Gebiete der DDR und der BRD. Bd.2.
  2. „Lathyrus tuberosus L. | COL“. www.catalogueoflife.org. Sótt 13. apríl 2024.
  3. „Lathyrus tuberosus L. | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 13. apríl 2024.
  4. Hossaert-Palauqui, M.; Delbos, M. (1983). „Lathyrus tuberosus L. Biologie et perspectives d'amélioration“. Journal d'Agriculture Traditionnelle et de Botanique Appliquée (franska). 30 (1): 49–58. doi:10.3406/jatba.1983.3887. ISSN 0183-5173.