Hiti (sjúkdómsástand)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hitamælir sýnir að viðkomandi er með hita upp á 38,7°C.
Stúlka liggur heima með hita.

Hiti (eða sótthiti) kallast það þegar líkaminn hækkar sjálfur hitastig sitt yfir eðlileg mörk. Ekki eru nein ákveðin mörk sem allir miða við, sumir miða hita við að vera kominn yfir 37,5°C, aðrir að það kallist hiti þegar maður er kominn yfir 38,3°C,[1] en eðlilegur líkamshiti er rétt um 37°C.

Hiti getur komið fram vegna sýkinga af völdum veira (t.d. í flensu), baktería (t.d. streptókokkasýking), og sníkjudýra (t.d. í malaríu). Hiti getur líka komið fram meðal annars vegna aukaverkana lyfja, vegna krabbameins, æðabólgu(en), og djúpbláæðarstorku(en).[2]

Það er vanalega ekki þörf á því að meðhöndla hita,[1][3] en það getur verið gott að draga úr bólgu og óþægindum fyrir viðkomandi og leyfa honum að hvílast.[3] Lyf á við íbúprófen og parasetamól geta dregið úr bólgu og lækkað hita.[3] Það hjálpar ekki til að setja kaldan klút á höfuð manns eða að fara í heitt bað.[3]

Ef barn yngra en þriggja mánaða fær hita er nauðsynlegt að leita læknisaðstoðar, það sama á við um fólk sem er ónæmisbælt(en).[4]

Ein af þeim leiðum sem líkaminn notar til að auka hitastig sitt er að auka vöðvasamdrátt, en það veldur líka kuldatilfinningu þrátt fyrir að líkamshitinn sé í raun hár.[1] Hiti fer vanalega ekki yfir 41 eða 42°C.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Section on Clinical Pharmacology and, Therapeutics; Committee on, Drugs; Sullivan, JE; Farrar, HC (mars 2011). „Fever and antipyretic use in children“. Pediatrics. 127 (3): 580–7. doi:10.1542/peds.2010-3852. PMID 21357332.
  2. Garmel GM, Mahadevan SV, ritstjórar (2012). An introduction to clinical emergency medicine (2nd. útgáfa). Cambridge: Cambridge University Press. bls. 5. ISBN 9780521747769.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 Richardson, M; Purssell, E (september 2015). „Who's afraid of fever?“. Archives of Disease in Childhood. 100 (9): 818–20. doi:10.1136/archdischild-2014-307483. PMID 25977564.
  4. „Fever“. MedlinePlus. 30. ágúst 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. maí 2009.
  5. Garmel GM, Mahadevan SV, ritstjórar (2012). „Fever in adults“. An introduction to clinical emergency medicine (2nd. útgáfa). Cambridge: Cambridge University Press. bls. 375. ISBN 978-0521747769.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.