Fara í innihald

Hirðingjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kasakskir hirðingjar á gresjum Rússneska keisaradæmisins um 1910.

Hirðingjar eru samfélög fólks sem ferðast með kvikfé milli bithaga án fastrar búsetu og eiga úr því nytjar. Hirðingjar eru þannig aðgreindir frá öðrum flökkuþjóðum sem einnig flytja sig stöðugt um stað en þá milli veiðilenda, sem farandsalar, farandverkafólk eða flakkarar.

Dæmi um hefðbundin hirðingjasamfélög eru berbar, túaregar, bedúínar, samar og sígaunar. Hjá öllum þessum þjóðum hefur hirðingjalíferni verið á undanhaldi í nútímanum, meðal annars vegna landamæra ríkja og reglna um heimilisfesti sem gera það að verkum að fólk sem tilheyrir þessum samfélögum lendir á jaðri stærri samfélaga og fær ekki að njóta sömu borgararéttinda og aðrir nema það taki upp fasta búsetu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.