Hirðingjareynir
Hirðingjareynir | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||||
Sorbus tianschanica f. violaceocarminata N.N. Bugaev |
Hirðingjareynir er lauffellandi tré eða runni frá Suðvestur-Asíu af reynisætt.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Hirðingjareynir er lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 10 m. hátt. Ársprotar mjög mikið glansandi, rauðbrúnir. Brum eru keilulaga, dúnhærð, allt að 10 mm, með hvít hár, einkum í oddinn og á jöðrum brumhlífarblaðanna. Blöðin eru fjaðurlaga, 13-15 sm með 5-7 pör af smálaufum. Smáblöðin mjólensulaga, grasgræn, glansandi að ofan. Blómin í gisnum hálfsveip, hvít, sjaldan bleikleit. Berin eru skarlatsrauð, allt að 0,9 sm í þvermál[1] Litningatala er 2n=24.
Uppruni og búsvæði.
[breyta | breyta frumkóða]SV-Asía, Afghanistan, V-Pakistan, Rússland, Kína (Gansu, Qinghai, Xinjiang). Vex í fjalladölum, oft meðfram ám og í skógarjöðrum í 2000-3200 m hæð.[2] Hirðingjareyni hefur verið sáð á Íslandi og komið í ljós að hann er frekar harðgerður og hefur ekki kalið og fer snemma af stað.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. október 2020. Sótt 9. apríl 2016.
- ↑ http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200011720