Hinsegin saga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hinsegin saga eða hinsegin sagnfræði er grein innan sagnfræðinnar sem beinir sjónum að sögu hinsegin fólks. Greinin skoðar ekki aðeins einstaklinga heldur einnig hvernig samfélög hafa brugðist við öðrum kynhneigðum en gagnkynhneigð.

Saga hinsegin fólks hafði lengi legið í þagnargildi og lítið var til af heimildum um þennan þjóðfélagshóp. Á áttunda áratug síðustu aldar var farið að skrifa sögu hinsegin fólks en þó ekki að ráði á Íslandi fyrr á öðrum áratug þessarar aldar.

Fyrsta íslenska fræðiritið sem fjallaði um rannsóknir á sögu hinsegin fólks kom út árið 2017 þegar Sögufélag gaf út ritið Svo veistu að þú varst ekki hér í ritstjórn Ástu Kristínar Benediktsdóttur, Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur og Írisar Ellenberger.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ruv.is, „Hinsegin saga út úr skápnum“ (skoðað 10. ágúst 2019)