Hildur Yeoman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hildur Björk Yeoman (fædd 6. desember 1983) er íslenskur myndlistamaður og fatahönnuður. Hún er fædd og starfandi í Reykjavík. Hún lærði í Listaskóla Íslands á árunum 2003 til 2006 og tók ár úti í listaskóla Berlínar árið 2005. Hildur var starfsnemi í fatahönnun hjá Jonathan Saunder í London í sex mánuði og tvo mánuði hjá Yazbukey í París. Hildur byrjaði að kenna við Listaháskóla Íslands 2008, þar sem hún starfar nú.

Vinna[breyta | breyta frumkóða]

Hildur notast við ýmsar leiðir til að skapa verk og tvinnar hún mismunandi vinnuaðferðir saman, allt frá vatnslitum í að sauma í myndir. Teikningar þó númer eitt, tvö og þrjú hjá Hildi og kemur það að í öllum hennar verkum, mynd- eða hönnunarverk.

Hönnunaraðferð Hildar er ekki alltaf hin sama, en hún hannar fyrir Thelma design, Lascivious og Nikita, og breytast því aðferðir hennar eftir því. Þar má segja að Thelma design notist við innblástur frá Marilyn Monroe og Carla Bruni en Nikita er meira teknó.

Sýningar[breyta | breyta frumkóða]

  • 2010 Kling og bang, ásamt Sögu Sig; ljósmyndara, sýning sem kallaðist Garden of enchantment.
  • 2009 Vesturveggur, Seyðisfirði. „Heaven and hell are just one breath away“
  • 2008 KRONKRON concept store, „Leda and the swan“, „The girls“ og „The Goddess“
  • 2008 Thelma-design atelier, „The Muse“

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Hildur Yeoman. „Heimasíða Hildar“. Sótt 2013.