Fara í innihald

Hettuapi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hettuapi
Cebus capucinus
Cebus capucinus
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia
Fylking: Chordata
Flokkur: Mammalia
Ættbálkur: Primates
Ætt: Cebidae
Undirætt: Cebinae
Bonaparte, 1831
Ættkvíslir

Cebus
Sapajus

Hettuapinn (Cebus capucinus) er smár apaköttur sem má finna í Mið- og Suður-Ameríku, allt suður til Norður-Argentínu, sem og í Afríku.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Hettuapar eru svartir og brúnir með hvítar axlir, andlit og bringu. Kollurinn er svo í sama lit og búkurinn. Þessir apar eru mjög smáir en þeir eru aðeins tæplega kílógramm að þyngd fullvaxnir. Þeir geta náð allt að 55 cm að lengd og getur rófan á þeim náð sömu lengd og búkurinn.

Hegðun[breyta | breyta frumkóða]

Lífið hjá hettuöpunum snýst einungis um að leita sér að mat. Þeir eyða öllum deginum í að finna mat og leggja sig einstaka sinnum yfir daginn. Á nóttunni sofa þeir svo í trjám til þess að forðast rándýr og aðrar hættur.

White-fronted capuchin (Cebus albifrons)

Mataræði[breyta | breyta frumkóða]

Hettuapar éta flest sem kjafti kemur. Blómhnappa, blaðsprota, ávexti, fuglsegg, lítil skriðdýr og jafnvel önnur spendýr eins og íkornaunga. Einnig éta hettuaparnir krabba og önnur skeldýr og nota steina til þess að brjóta skeljarnar á kröbbum og skeldýrum til þess að komast að kjötinu. Þetta fjölbreytta fæði alætunnar bendir til þess að meltingarfærin þoli sitt af hverju en er ekki endilega vísbending um mikla greind. En hettuapar hafa annan hæfileika sem bendir til virkrar heilastarfsemi og forvitni. Þeir geta fundið sér æti sem líklegt er að öðrum tegundum sjáist yfir. Þegar dýr gerir slíka uppgötvun verða félagarnir í hópnum þess fljótt áskynja. Þannig geta ýmsir hópar hettuapa haft sérstakar matarvenjur, ólíkar öðrum.

Líf hettuapanna[breyta | breyta frumkóða]

Kvenkyns hettuapar eignast afkvæmi annað hvert ár. Meðgangan tekur um 160 til 180 daga og eftir fæðingu hanga ungarnir á bringunni á móður sinni þangað til að þeir verða stærri. Það tekur kvenkyns hettuapa aðeins fjögur ár að verða fullþroska en átta ár fyrir karlkyns apana. Hettuapar lifa aðeins í 15 til 25 ár í náttúrunni en geta náð allt að 45 ára aldri sem gæludýr og sýningardýr.

Gáfur[breyta | breyta frumkóða]

Crested capuchin (Sapajus robustus)

Hettuapar eru taldir gáfuðustu apar hins nýja heims. Þeir eru oft notaðir í tilraunastarfsemi og þess háttar. Hettuaparnir eru klókir og nýta sér verkfæri til að auðvelda líf sitt.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]