Hestvatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Horft til norðurs yfir Hestvatn (vinstri) og Hvítá.

Hestvatn er 6 km² stórt stöðuvatn í Grímsnesi, norðan Hestfjalls. Það er allt að 60 metra djúpt og nær um 12 metra niður fyrir sjávarmál. Vatnið mun hafa myndast fyrir um 10.000 árum, þegar ísaldarjökullinn hörfaði, og eru sjávarsetlög á botni þess.

Afrennsli úr Hestvatni er um Slauku, sem áður hét Hestlækur, út í Hvítá. Þegar mikið er í Hvítá getur hún runnið í vatnið svo vatnsyfirborð þess hækkar.

Í Hestvatni er silungsveiði.