Hestfjall (Héðinsfirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Séð út yfir Héðinsfjarðarvatn og Héðinsfjörð. Hestfjall til vinstri.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Hestfjall er fjall (536 m.y.s.) norðan og vestan við Héðinsfjörð á Tröllaskaga en vestan fjallsins er Nesdalur upp frá Reyðará og Siglunesi. Ysti hluti Hestfjalls kallast Hestur. Fjallið er sæbratt í sjó fram.

Utarlega á Hestfjalli varð mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar 29. maí 1947, þegar Douglas DC-3 flugvél Flugfélags Íslands flaug á fjallshlíðina og allir um borð fórust, 25 manns. Þar er nú minnisvarði um slysið, reistur 1997.