Hersegóvína
Útlit
Hersegóvína (serbó-króatíska: Hercegovina / Херцеговина) er syðsta hérað Bosníu og Hersegóvínu. Nafnið er dregið af heiti sanjaks sem Ottómanar stofnuðu þar með stjórnarsetur í Foča og síðar Pljevlja (nú í Svartfjallalandi). Nafnið er dregið af titli síðasta innlenda ráðamannsins, herceg (hertogi). Hin sögulega Hersegóvína var mun stærri og náði yfir Gömlu Hersegóvínu í Svartfjallalandi og lítinn hluta Serbíu.