Hellismannasaga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hellismannasaga er þjóðsögn um útilegumenn sem höfðust við í Surtshelli.[1] Jón Árnason, þjóðsagnasafnari, færði söguna í letur. Sagan á að líkindum rætur í sögn Landnámabókar um drap átján Hellismanna á Hellisfitjum við Norðlingafljót.[2] Önnur Hellismannasaga er til og var hún gefin út í fornritaútgáfu Guðna Jónssonar. Sagan er þó ekki fornsaga í venjulegum skilningi þess orðs, því Gísli Konráðsson, sagnaritari, samdi hana á fyrra helmingi 19. aldar. Sögu sína byggir hann á fornritunum, einkum Landnámu og þjóðsögu hliðstæðri þeirri sem Jón Árnason skráði síðar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]