Fara í innihald

Helgrindur

Hnit: 64°53′16″N 23°19′42″V / 64.88767°N 23.328457°V / 64.88767; -23.328457
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helgrindur
Hæð988 metri
LandÍsland
SveitarfélagGrundarfjarðarbær, Snæfellsbær
Map
Hnit64°53′16″N 23°19′42″V / 64.88767°N 23.328457°V / 64.88767; -23.328457
breyta upplýsingum

Helgrindur eru fjallabálkur ofan Grundarfjarðar er myndar meginfjöll í fjallgarðinum á Snæfellsnesi. Snjóa leysir aldrei í efstu tindum Helgrinda og leggur þar oft stórviðri niður fjallaskörðin í Grundarfjörð. Í hvassviðri hvín svo hátt í Helgrindum, að heyrist sem væl niður í byggð. En þó Helgrindur þyki hrikalegar ásýndum úr byggð munu þær þó ágætlega kleifar göngugörpum, sem geta gengið á þrjá tinda Helgrinda, sem er Tröllkerling (891 m), Böðvarskúla (988 m) og Kaldnasi (986 m) hvaðan mun vera frábært útsýni til allra átta.

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, H-K. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.