Fara í innihald

Helgisetur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Séð til Niðarósdómkirkju frá Elgeseter.

Helgisetur var Ágústínaklaustur í Þrándheimi í Noregi og tengdist Niðarósdómkirkju. Það stóð handan við ána Nið, andspænis dómkirkjunni. Þaðan lá brú yfir ána og margir munkanna þar voru kórbræður við kirkjuna.

Klaustrið var stofnað af Eysteini erkibiskupi árið 1183 eða fyrr en lagt niður við siðaskiptin í Noregi 1537. Síðasti príor klaustursins bjó þar þó áfram til 1546 en þá flutti lútherski biskupinn þangað. Klausturbyggingarnar brunnu árið 1564 og nú sjást engin ummerki um klaustrið. Þar sem það var er nú hverfi sem kallast Elgeseter og brúin sem nú er yfir ána kallast Elgeseter bru.

Helgisetursklaustur kemur nokkuð við sögu Noregs. Skúli hertogi var drepinn ásamt Pétri syni sínum framan við Helgisetur vorið 1240. Hann komst undan mönnum Hákonar konungs og leitaði skjóls í klaustrinu en konungsmenn kveiktu þá í því svo að hann varð að fara út og var þá drepinn.

Ýmsir íslenskir munkar dvöldu í Helgisetri um lengri eða skemmri tíma. Eystein Ásgrímsson, höfundur Lilju, var þar 1355-1357 og dó í klaustrinu 1361 eftir hrakninga á leið frá Íslandi. Ingimundur Skútuson var tekinn í klaustrið á Helgisetri eftir brunann á Möðruvöllum 1315 og var þar í nokkur ár. Bótólfur, sem varð Hólabiskup 1238, hafði áður verið kanúki á Helgisetri.

  • „Norges klostre i middelalderen. Elgeseter kloster i Trondheim“.