Ágústínusarregla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ágústínusarregla er klausturregla, kennd við heilagan Ágústínus frá Hippó (354430), sem var einn kirkjufeðranna. Bréfið sem reglan sækir fyrirmynd sína í er mjög almennt og gefur færi á miklum sveigjanleika í túlkun svo að í rauninni er um margar tengdar munka- og nunnureglur að ræða.

Á Íslandi voru nokkur Ágústínusarklaustur fyrr á öldum. Þau voru af þeirri grein reglunnar, sem kallast Canonici Regulares Ordinis Sancti Augustini Congregationis. Bræðurnir kölluðust kanokar eða kanúkar. Elst þeirra var Þykkvabæjarklaustur í Álftaveri, stofnað 1168. Fjórum árum síðar, 1172, var stofnað Ágústínusarklaustur í Flatey á Breiðafirði en það var flutt til Helgafells 1184. Viðeyjarklaustur var stofnað 1226, Möðruvallaklaustur í Eyjafirði 1296 og Skriðuklaustur á Héraði 1493. Hin íslensku munkaklaustrin og bæði nunnuklaustrin voru af Benediktsreglu.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]