Helgi og hljóðfæraleikararnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helgi og Hljóðfæraleikarnir
UppruniEyjafjarðarsveit
Ár1987-1993 og 1997-núverandi
StefnurRokk, pönk, þjóðlög, akústísk tónlist
ÚtgefandiHelgi og Hljóðfæraleikararnir
MeðlimirHelgi Þórsson
Brynjólfur Brynjólfsson
Atli Rúnarsson
Bergsveinn Þórsson
Hjálmar Brynjólfsson
Fyrri meðlimirGunnur Ýr Stefánsdóttir (1997-2002 (með hléum), 2006-2012)
Kristín Þóra Haraldsdóttir (1997-2002 (með hléum))
Hjálmar S. Brynjólfsson (1998-2008 (með hléum))
Álfheiður Guðmundsdóttir (1999-2000)
Katrín Harðardóttir (1999-2000)
Ola Lotsberg (1999-2000)
George Hollanders (2000)
Rósa Björg Ásgeirsdóttir (2006-2008)
Þórður Hjálmarsson (2012-2018)
Wolfgang Frosti Sahr (2014-2020)

Helgi og Hljóðfæraleikararnir ('H&H') er hljómsveit úr Eyjafjarðarsveit. Upphaf sveitarinnar má rekja til ársins 1987 þegar að elstu meðlimir hennar voru á lokaárum grunnskólaferils síns. Stofnmeðlimir sveitarinnar voru Helgi Þórsson söngvari, Brynjólfur Brynjólfsson gítarleikari, Atli Rúnarsson trommuleikari og Bergsveinn Þórsson bassaleikari. Þeir eru allir enn meðlimir hljómsveitarinnar.

Árið 1991 gaf hljómsveitin út rokkóperuna Landnám sem tekin var upp á einu bretti, þ.e. í einni töku. Á henni mátti heyra leikið á blokkflautu í bland við hefðbundnari rokkhljóðfæri. Sú útgáfa var þó að sögn meðlima einungis undirbúningur fyrir breiðskífu sem kom út á árið 1993 og var samnefnd hljómsveitinni. Í dagblaðinu Degi var platan valin ein af tíu bestu plötunum árið 1993. Stuttu eftir útgáfu hennar fór hljómsveitin í pásu, en spilaði af og til á tónleikum.

Eftir að hafa starfað sundurslitið í rúm fjögur ár kom hljómsveitin saman á ný árið 1997. Rafmagnshljóðfærin voru lögð til hliðar um tíma í staðinn fyrir akústísk hljóðfæri, kassagítara, kontrabassa o.fl. Bættust þá Kristín Þóra Haraldsdóttir fiðluleikari og Gunnur Ýr Stefánsdóttir flautuleikari í hópinn. Hjálmar Brynjólfsson bættist svo við ári síðar á slagverk og harmonikku. Hóf hljómsveitin að leika ótt og títt á tónleikum um land allt. Stuttu eftir endurfundi hljómsveitarinnar gaf hún út disk sem nefndist Endanleg hamingja.

Hljómsveitin hefur verið virk við plötuútgáfur og tónleikahald æ síðan.

Útgáfur og verkefni[breyta | breyta frumkóða]

  • 1991 - Landnám (rokkópera/söngleikur)
  • 1993 - Helgi og hljóðfæraleikararnir
  • 1998 - Endanleg hamingja
  • 1999 - Bréf til Stínu
  • 2000 - Launblót í 1000 ár
  • 2001 - Græni fuglinn (smáskífa)
  • 2002 - Til Afríku
  • 2002 - Rökkuróperan - Vaxandi áhyggjur séra Sigríðar af hnignandi siðferði alþýðunnar (rokkópera/söngleikur)
  • 2003 - Týnda platan
  • 2003 - Ég veit hvað þú gerðir síðustu jól
  • 2004 - Meira helvíti
  • 2007 - Veislan á Grund
  • 2009 - Vínland (rokkópera/söngleikur)
  • 2011 - Nakti apinn
  • 2016 - Bæ hæli

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]