Helga Marteinsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Helga Marteinsdóttir (18931979) var veitingakona ættuð frá Ólafsfirði. Hún rak skemmtistaðinn og veitingahúsið Röðul sem staðsettur var á horni Skipholts og Nóatúns. Hún hóf veitingarekstur á Röðli 66 ára gömul. Helga var ætið klædd í peysuföt við störf sín. Hún rak áður Vetrargarðinn í Tívolíinu í Vatnsmýrinni og aðrar veitingastofur í Reykjavík og á Akureyri.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]