Heartstopper
Heartstopper | |
---|---|
Tegund | Unglingaþættir |
Byggt á | Heartstopper teiknimyndasögunum eftir Alice Oseman |
Handrit | Alice Oseman |
Leikstjóri | Euros Lyn |
Leikarar |
|
Tónskáld | Adiescar Chase |
Upprunaland | Bretland |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 3 |
Fjöldi þátta | 16 |
Framleiðsla | |
Framleiðandi | Zorana Piggott |
Framleiðsla | See-Saw Films |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | Netflix |
Sýnt | 22. apríl 2022 – |
Tenglar | |
IMDb tengill |
Heartstopper eru breskir unglingaþættir sem hófu göngu sína vorið 2022 á Netflix. Þættirnir eru byggðir á samnefndum vefteiknimyndasögum eftir Alice Oseman en hún skrifar einnig handritið.
Sagan fjallar aðallega um unglingsstrákinn Charlie Spring (Joe Locke) sem er samkynhneigður og verður ástfanginn af bekkjarfélaga sínum Nick Nelson (Kit Connor). Aðrar persónur koma við sögu eins og Tao (William Gao), Elle (Yasmin Finney), Tara (Corinna Brown) og Darcy (Kizzy Edgell).
See-Saw Films keypti sjónvarpsréttinn að Heartstopper árið 2019 og Netflix keypti dreifingarréttinn árið 2021. Tökur fóru fram í apríl til júní það ár. Eitt helsta einkenni þáttana er notkun á ýmsum einföldum formum, s.s. hjörtu og laufblöð, í teiknimyndastíl. Það gefur þáttunum ákveðið stílbragð en þessi teiknimyndaform eru notuð til að magna upp tilfinningar persónanna og eru bein tenging við teiknimyndasögurnar.
Fyrstu þáttaröð Heartstopper var streymt á Netflix þann 22. apríl 2022. Þættirnir fengu strax gríðarlega góð viðbrögð frá gagnrýnendum og hlutu sérstakt lof fyrir góða framsetningu á hinsegin karakterum. Aðeins tveimur dögum eftir að þættirnir fóru í sýningu voru þeir komnir á topp tíu lista Netflix yfir vinsælustu bresku þáttaraðirnar. Heartstopper er einnig með 100% í einkunn frá gagnrýnendum á Rotten Tomatoes síðunni.
Fyrsta þáttaröðin hlaut fimm Emmy verðlaun í desember 2022, þ.e. sem besta unglingaþáttaröðin, besta handrit og besta leikaraval. Auk þess hlaut Kit Connor verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki og Olivia Colman verðlaun fyrir besta gestahlutverk.
Þann 20. maí 2022 var tilkynnt að 2. og 3. sería væru á leiðinni. Þann 3. ágúst 2023 var svo annarri seríu streymt á Netflix og hefur sú fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð eins og fyrri serían.
Persónur
[breyta | breyta frumkóða]Aðalpersónur
[breyta | breyta frumkóða]- Kit Connor: leikur Nick Nelson, vinsæli strákurinn í Truham Grammar skólanum sem spilar með ruðningsliði skólans.
- Joe Locke: leikur Charlie Spring, hann er ári yngri en Nick og spilar á trommur í skólahljómsveitinni. Charlie var nýlega þvingaður til þess að koma út úr skápnum sem samkynhneigður.
- William Gao: leikur Tao Xu, besti vinur Charlie sem hefur gríðarlegan áhuga á kvikmyndum.
- Yasmin Finney: leikur Elle Argent, vinkona Charlie, Tao og Isaac. Hún er trans stelpa og hefur nýlega fengið að ganga í stúlknaskólann Higgs.
- Corinna Brown: leikur Tara Jones, Higgs nemandi sem vingast við Elle.
- Kizzy Edgell: leikur Darcy Olsson, kærasta Tara og vinkona Elle.
- Tobie Donovan: leikur Isaac Henderson, hlédrægur vinur Charlie, Tao og Elle. Hann er mikill lestarhestur og sést nánast alltaf með bók í hönd.
Aukapersónur
[breyta | breyta frumkóða]- Jenny Walser: leikur Tori Spring, eldri systir Charlie.
- Sebastian Croft: (sería 1 og 2) leikur Ben Hope, hann á í leynilegu ástarsambandi við Charlie en er sjálfur mjög djúpt inní skápnum.
- Cormac Hyde-Corrin: leikur Harry Greene, strákur í ruðningsliðinu sem er með mikla hinsegin fordóma.
- Rhea Norwood: leikur Imogen Heaney, vinkona Nick sem er hrifinn af honum.
- Fisayo Akinade: leikur Nathan Ajayi, listakennari sem gefur Charlie oft ýmis ráð.
- Chetna Pandya: sem frk. Singh, ruðningsþjálfarinn.
- Olivia Colman: leikur Sarah Nelson, móðir Nick
- Jack Barton: (sería 2) leikur David Nelson, eldri bróðir Nick.
- Leila Khan: (sería 2) leikur Sahar Zahid, ný stelpa í Higgs skólanum sem verður vinkona Tara, Darcy og Elle.
- Nima Taleghani: (sería 2) leikur Youssef Farouk, strangur kennari sem fer sem fararstjóri ásamt hr. Ajayi til Parísar.
- Bradley Riches: (sería 2, gestaleikari í seríu 1) leikur James McEwan, strákur í Truham sem er skotinn í Isaac.
- Araloyin Oshunremi: leikur Otis Smith, vinur Nick úr ruðningsliðinu.
- Evan Ovenell: leikur Christian McBride, vinur Nick úr ruðningsliðinu.
- Ashwin Viswanath: leikur Sai Verma, vinur Nick úr ruðningsliðinu.
- Georgina Rich: leikur Jane Spring, mamma Charlie og Tori.
- Joseph Balderrama: leikur Julio Spring, pabbi Charlie og Tori.
- Momo Yeung: leikur Yan Xu, mamma Tao.
- Alan Turkington: leikur Hr Lange, sögukennari og umsjónarkennari Nick og Charlie.
- Bel Priestley: (sería 2) leikur Naomi, transstelpa í listaskólanum sem Elle sækir um í.
- Ash Self: (sería 2) leikur Felix, nemandi í listaskólanum sem Elle sækir um í.
- Thibault de Montalembert: (sería 2) leikur Stéphane Fournier, Pabbi Nick og David sem er franskur, fyrrverandi eiginmaður Sarah.
- Stephen Fry: ljáir rödd sína sem skólastjórinn Barnes.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sería
[breyta | breyta frumkóða]1. þáttur "Meet"
[breyta | breyta frumkóða]Hinn hlédrægni Charlie, sem er fastur í leynilegu ástarsambandi með Ben, verður skotinn í ruðningsstjörnu skólans Nick. Hann ákveður því að ganga í ruðningsliðið þvert á ráðleggingar vina sinna.
2. þáttur "Crush"
[breyta | breyta frumkóða]Elle gengur brösulega að aðlagast nýjum skóla á meðan Charlie og Tao eru sannfærðir um að Nick sé gagnkynhneiðgur. Nick byrjar að efast um kynhneigð sína.
3. þáttur "Kiss"
[breyta | breyta frumkóða]Í afmælispartýi hjá Harry trúir Tara Nick fyrir leyndarmáli. Nick deilir tilfiningum sínum með Charlie og samband þeirra verður nánara.
4. þáttur "Secret"
[breyta | breyta frumkóða]Charlie og Nick ákveða að halda sambandi sínu leyndu þar sem Nick er enn inni í skápnum. Imogen, vinkona Nick, býður honum á stefnumót.
5. þáttur "Friend"
[breyta | breyta frumkóða]Nick þarf að velja á milli þess að fara á stefnumót með Imogen eða í afmæli Charlie. Tao heitir því að vernda Charlie frá Nick og dónalegu ruðningsstrákunum.
6. þáttur "Girls"
[breyta | breyta frumkóða]Tara og Darcy opinbera samband sitt á samfélagsmiðlum, en Tara er ekki tilbúin fyrir allt áreitið sem því fylgir. Vinahópurinn reynir að fá Tao og Elle til að viðurkenna tilfinningar sínar.
7. þáttur "Bully"
[breyta | breyta frumkóða]Nick og Tao lenda í slagsmálum við Harry. Charlie er hræddur um að hann sé að flækja líf Nick og spenna myndast milli vinana Charlie og Tao.
8. þáttur "Boyfriend"
[breyta | breyta frumkóða]Á íþróttadegi í skólanum er Charlie á barmi þess að segja upp sambandi sínu við Nick. Tao og Elle eiga einstakt augnablik saman.
Önnur sería
[breyta | breyta frumkóða]1. þáttur "Out"
[breyta | breyta frumkóða]Samband Nick og Charlie verður alvarlegra og Nick veltir fyrir sér hvernig hann eigi að koma útúr skápnum fyrir Imogen sem reynist erfiðara en hann gerði sér grein fyrir. Elle reynir að daðra við Tao.
2. þáttur "Family"
[breyta | breyta frumkóða]Einkunnir Charlie hafa versnað eftir að hafa byrjað með kærasta þannig að foreldrar hans setja fyrir honum strangari reglur. Tao verður afbrýðissamur þegar Elle eignast nýja vini. Eldri bróðir Nick ber enga virðingu fyrir einkalífi hans.
3. þáttur "Promice"
[breyta | breyta frumkóða]Nick reynir að koma útúr skápnum fyrir ruðningsvinum sínum í próflokapartýi. Tao skipurleggur hið fullkomna stefnumót. Samband Tara og Darcy verður óþæginlegt.
4. þáttur "Challenge"
[breyta | breyta frumkóða]Í skólaferðalagi í París reyna Nick og Charlie að halda sambandi sínu leyndu. Elle og Tao bæta samband sitt í ferð á listasafn. Imogen stendur upp í hárinu á Ben.
5. þáttur "Heat"
[breyta | breyta frumkóða]Orðrómur fer að berast milli skólafélagana þegar Charlie vaknar upp með sogblett. Hópurinn heimsækir frægustu staði Parísar og fleiri en eitt leyndarmál kemst upp á yfirborðið.
6. þáttur "Truth/Dare"
[breyta | breyta frumkóða]Á síðasta degi skólaferðalagsins kynnir Nick Charlie fyrir frönskum Pabba sínum. Elle og Tao opinbera samband sitt. Sannleikurinn kemur í ljós í partýi sem er uppfullt af óvæntum atburðum.
7. þáttur "Sorry"
[breyta | breyta frumkóða]Elle heldur stórum fréttum leyndum frá Tao. Ben þrýstir á Charlie að fyrirgefa sér. Isaac opnar sig fyrir James. Nick býður Charlie í styrtk fjölskylduboð.
8. þáttur "Perfect"
[breyta | breyta frumkóða]Vinahópurinn kemur saman til að halda viðburðaríkan skóladansleik. En þegar það vantar einn í hópinn virka hlutirnir ófullkomnir.