Harold F. Cherniss
Útlit
(Endurbeint frá Harold Cherniss)
Harold Fredrik Cherniss (1904 – 18. júní 1987) var bandarískur fornfræðingur og heimspekingur og sérfræðingur um forngríska heimspeki. Hann samdi nokkrar bækur um sín fræði en ritstýrði og þýddi auk þess verk Plútarkosar.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Cherniss fæddist í St. Joseph í Missouri. Hann lauk doktorsgráðu frá University of California, Berkeley árið 1930. Að námi sínu loknu kenndi hann forngrísku við Cornell University og síðar við Johns Hopkins University og University of California.
Í seinni heimsstyrjöldinni vann Cherniss í greiningardeild bandaríska hersins. Eftir stríðið varð hann fastráðinn fræðimaður við Institute for Advanced Study í Princeton í New Jersey. Þar starfaði hann frá 1948 til æviloka.
Helstu rit
[breyta | breyta frumkóða]Bækur
[breyta | breyta frumkóða]- The Platonism of Gregory of Nyssa (Berkeley: University of California Press, 1930).
- Aristotle's Criticism of Presocratic Philosophy (Baltimore: Johns Hopkins Press, 1935).
- Aristotle's Criticism of Plato and the Academy (Baltimore: Johns Hopkins Press, 1944).
- The Riddle of the Early Academy (Berkeley: University of California Press, 1945).
- Selected Papers (Leiden: Brill, 1977).
Greinar
[breyta | breyta frumkóða]- „The Philosophical Economy of the Theory of Ideas“, American Journal of Philology 57 (1936): 445–456.
- „Plato as Mathematician“, Review of Metaphysics, 4 (1951): 395-425.
- „The Characteristics and Effects of Presocratic Philosophy“, Journal of the History of Ideas 12 (1951): 319-345.
Þýðingar
[breyta | breyta frumkóða]- Plutarch's Moralia, Vol. 12. (ásamt W. C. Helmbold) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1957).
- Plutarch's Moralia, Vol. 13 Part 2. (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1976).
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- „Harold F. Cherniss“. Minningargrein í New York Times