Hamar og sigð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauður hamar og sigð eins og kom fram á fána Sovétríkjanna árin 1955–1991.

Hamar og sigð (, rússneska: серп и мо́лот sjerp í molot) er verkalýðstákn sem tekið var upp á tíma Rússnesku byltingarinnar. Hamarinn átti að tákna verkamenn og sigðin bændur. Saman stóðu táknin fyrir bandalag þessara tveggja hópa um sósíalisma.

Eftir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri (sem Rússar drógu sig úr árið 1917) og Rússnesku borgarastyrjaldarinnar var táknið tekið upp sem friðlegt tákn verkalýðsins um sósíalisma í Sovétríkjunum og víðar. Margar kommúnismahreyfingar víða um heim byrjuðu að nota hamarinn og sigðina. Táknið finnst enn í dag víða um Rússland og í öðrum fyrrum Sovétríkjum.

Birting þess er þó bönnuð í öðrum fyrrum kommúnistalöndum þar sem kommúnismi hefur líka verið bannaður. Sem dæmi má nefna Indónesíu þar sem bannað er að birta táknið enda það tákn um kommúnisma, sem var bannaður í kjölfar fjöldamorða á kommúnistum árin 1965–66. Allir sem fara með slík tákn eru handteknir. Á níunda áratugnum var fólk sem fór með táknið tekið af lífi af leyniskyttum án yfirheyrslu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.