Hallveig (ungliðahreyfing)
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Hallveig - Ungt jafnaðarfólk í Reykjavík er ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík og var stofnuð árið 2001. Hreyfingin er opinn og lýðræðislegur vettvangur fyrir skapandi umræður og félagsstarf ungs jafnaðar- og félagshyggjufólks.
Starf hreyfingarinnar byggist á grunngildum jafnaðarstefnunnar um frelsi, jafnrétti og samstöðu.
Saga félagsins
[breyta | breyta frumkóða]Félagið var upprunalega stofnað árið 1969 sem félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og var þá aðildarfélag að Alþýðuflokknum.[heimild vantar] Var félagið endurreist árið 2001 og þá sem aðildarfélag að Samfylkingunni og sem aðildarfélag Ungra jafnaðarmanna (á landsvísu)[1].
Formenn Hallveigar
[breyta | breyta frumkóða]- 2021 Pétur Marteinn Urbancic Tómasson [2]
- 2020-2021 Viktor Stefánsson[3]
- 2019-2020 Ingibjörg Ruth Gulin
- 2017-2019 Aron Leví Beck
- 2015-2016 Ída Finnbogadóttir
- 2013-2014 Halla Gunnarsdóttir
- 2012-2013 Hildur Hjörvar
- 2012-2012 Gunnar Smári Jóhannesson
- 2011-2012 Natan Kolbeinsson
- 2010-2011 Júlía Margrét Einarsdóttir
- 2009-2010 Pétur Markan
- 2009-2008 Guðrún Birna le Sage
- 2007-2008 Agnar Freyr Helgason
- 2006-2007 Kjartan Due Nielsen
- 2004-2006 Hrafn Stefánsson
- 2003-2004 Sverrir Teitsson
- 2002-2003 Andrés Jónsson
Nafn félagsins
[breyta | breyta frumkóða]Nafnið hefur félagið frá Hallveigu Fróðadóttir sem var gift Ingólfi Arnarsyni og var hún þar með fyrsta húsfreyja í Reykjavík.[heimild vantar]
Félagaskrá
[breyta | breyta frumkóða]Í Hallveigu Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík er skráðir um 2000 félagar á aldrinum 16 - 35 ára.
Stjórn
[breyta | breyta frumkóða]Í stjórn Hallveigar eiga sæti forseti og allt að 9 meðstjórnendur. Stjórn skiptir með sér verkefnum á fyrsta fundi eftir aðalfund og skipar minnsta kosti í stöður varaforseta og gjaldkera.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- https://www.facebook.com/Hallveigujr/
- https://twitter.com/HallveigUJR
- https://www.instagram.com/hallveigujr/
- https://politik.is/folkid-og-felogin/adildarfelog/
- ↑ „Um Unga jafnaðarmenn“. Politik. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. október 2021. Sótt 10. nóvember 2021.
- ↑ Daðason, Kolbeinn Tumi. „Pétur orðinn formaður Hallveigar - Vísir“. visir.is. Sótt 10. nóvember 2021.
- ↑ „Kjörinn nýr formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík - Vísir“. visir.is. Sótt 11. nóvember 2020.