Hallveig (ungliðahreyfing)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hallveig - Ungir Jafnaðarmenn í Reykjavík er ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík og var stofnuð árið 2001. Hreyfingin er opinn og lýðræðislegur vettvangur fyrir skapandi umræður og félagsstarf ungs jafnaðar- og félagshyggjufólks.

Starf hreyfingarinnar byggist á grunngildum jafnaðarstefnunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Inntak jafnaðarstefnunnar er trúin á að raunverulega sé hægt að breyta samfélaginu. Við berum öll sameiginlega ábyrgð þar sem allir eiga að hafa jöfn tækfæri í lífinu. Jöfn tækifæri til menntunar, húsaskjóls, heilbrigðis og atvinnu eru grundvöllur þess að allir fái notið raunverulegs frelsis.

Saga félagsins[breyta | breyta frumkóða]

Félagið var upprunalega stofnað árið 1969 sem félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og var þá aðildarfélag að Alþýðuflokknum. Var félagið endurreyst árið 2001 og þá sem aðildarfélag að Samfylkingunni.

Formenn Hallveigar[breyta | breyta frumkóða]

 • 2017- Aron Leví Beck
 • 2015-2016 Ída Finnbogadóttir
 • 2013-2014 Natan Kolbeinsson
 • 2012-2013 Hildur Hjörvar
 • 2012 Gunnar Smári Jóhannesson
 • 2011-2012 Natan Kolbeinsson
 • 2010-2011 Júlía Margrét Einarsdóttir
 • 2009-2010 Pétur Markan
 • 2009-2008 Guðrún Birna le Sage
 • 2007-2008 Agnar Freyr Helgason
 • 2006-2007 Kjartan Due Nielsen
 • 2004-2006 Hrafn Stefánsson
 • 2003-2004 Sverrir Teitsson
 • 2002-2003 Andrés Jónsson

Nafn félagsins[breyta | breyta frumkóða]

Nafnið hefur félagið frá Hallveigu Fróðadóttir sem var gift Ingólfi Arnarsyni og var hún þar með fyrsta húsfreyja í Reykjavík.

Félagaskrá[breyta | breyta frumkóða]

Í Hallveigu Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík er skráðir um 2000 félagar á aldrinum 16 - 35 ára og eru félagsgjöld valkvæð í félaginu.

Stjórn[breyta | breyta frumkóða]

Í stjórn Hallveigar eiga sæti formaður og allt að 7 meðstjórnendur. Stjórn skiptir með sér verkefnum á fyrsta fundi eftir aðalfund og skipar minnsta kosti í stöður varaformanns og gjaldkera.

Stjórn 2017-2018[breyta | breyta frumkóða]

 • Aron Leví Beck (formaður)
 • Ída Finnbogadóttir (varaformaður)
 • Branddís Ásrún Eggertsdóttir
 • Dagur Bollason
 • Kristófer Þór Pétursson
 • Margrét Magnúsdóttir
 • Sigurður Orri Kristjánsson
 • Þórhildur Hlín

Stjórn 2013-2014[breyta | breyta frumkóða]

 • Natan Kolbeinsson (formaður)
 • Viktor Stefánsson (varaformaður)
 • Guðni Rúnar Jónasson (gjaldkeri)
 • Björg María Oddsdóttir (fræðslu og málefnastýra)
 • Guðrún Lilja Kvaran (meðstjórnandi)
 • Sindri Snær Einarsson (meðstjórnandi)
 • Halla Gunnarsdóttir (meðstjórnandi)


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.