Halifax (Vestur-Jórvíkurskíri)
Útlit
(Endurbeint frá Halifax (England))
Halifax er borg í Vestur-Jórvíkurskíri á norður-Englandi. Hún er við suðurenda Pennínafjalla og nálægustu borgir eru Huddersfield og Bradford. Íbúafjöldi Halifax var rúmlega 90.000 árið 2015.
Halifax var miðstöð ullarvinnslu frá 15. öld. Vefnaður var mikilvægur fram á 20. öld og komu margir Pakistanar til að vinna við hann, en helsti minnihlutahópurinn er frá Pakistan. Nú er borgin öllu þekktari fyrir súkkulaðiframleiðslu, þar á meðal Rolo og Mackintosh Quality Street. Halifax í fornensku þýðir heilagt hár.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Halifax (Vestur-Jórvíkurskíri).
Fyrirmynd greinarinnar var „Halifax, West Yorkshire“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 31. jan. 2019.