Fara í innihald

Skjaldkirtill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldkirtill í manni.

Skjaldkirtill er líffæri sem er hluti af innkirtlakerfinu. Það er H-laga, um 20 grömm að þyngd og staðsett framan á barkanum neðan við barkakýlið. Í skjaldkirtlinum myndast þýróxín úr týrósíni og joði. Þetta hormón örvar efnaskipti, bruna, hjartslátt og öndun. Auk þess stuðlar það að eðlilegum líkamsþroska og á þátt í líkamsvexti, þroskun taugakerfisins og frjósemi. Kalsítónín er annað hormón sem þar myndast og stuðlar að kalkjafnvægi með því að binda kalk í beinum.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.