Haikou Meilan alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd sem sýnir Haikou Meilan alþjóðaflugvöllinn við Haikou borg, á Hainan eyju í Kína.
Haikou Meilan alþjóðaflugvöllurinn við héraðshöfuðborgina Haikou í Kína.

Alþjóðaflugvöllur Haikou Meilan (IATA: HAK, ICAO: ZJHK) (kínverska: 海口美兰国际机场; rómönskun: Hǎikǒu Měilán Guójì Jīchǎng) er flughöfn Haikou höfuðborgar Hainan héraðsins í Alþýðulýðveldinu Kína. Hann þjónar sem mikilvæg samgöngumiðstöð fyrir borgina og Hainan eyju. Hann er einn fjölfarnasti flugvöllur Kína. Flugvöllurinn er staðsettur um 25 kílómetra suðaustur af miðborg Haikou, í bænum Lingshaní Meilan sýslu, sem gefur honum nafn. Árið 2018 fóru um 24.1 milljónir farþega um tvær farþegamiðstöðvar flugvallarins og 170 þúsund tonn af farmi.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Mynd sem farþegamiðstöð Haikou Meilan alþjóðaflugvallarins í Kína.
Farþegamiðstöð Haikou Meilan flugvallarins.

Haikou Meilan alþjóðaflugvöllur var opnað árið 1999 í stað gamla Dayingshan flugvallarins sem var staðsettur annars staðar í borginni. Flugvöllurinn er rekinn af fyrirtækinu Regal International Airport Group. Flugstöðin er með 60.200 fermetra rými, með 45 innritunarborðum og 11 öryggisstöðvum. Flugvöllurinn sem er stærsti og fjölfarnasti flugvöllur Hainan eyjar, er einn fjölfarnasti flugvöllur Kína. Ný alþjóðleg flugstöð sem opnaði árið 2013, er við austurhlið eldri flugstöðvar eykur alþjóðlega afkastagetu til muna. Til að mæta síaukinni eftirspurn var flugvöllurinn enn stækkaður með nýrri 296.000 fermetra farþegamiðstöð. Markmiðið er að mæta árlega 35 milljónum farþega og að auka farmgetu í 400.000 tonnum árið 2025. Stækkuninni á að ljúka árið 2021.

Samgöngur[breyta | breyta frumkóða]

Haikou Meilan alþjóðaflugvöllur er vel tengdur borginni og nærliggjandi svæðum með strætisvögnum og Háhraðalest gengur til miðborgarinnar.

Flugfélög[breyta | breyta frumkóða]

Mynd af Boeing 787-8 heimaflugfélagsins Hainan Airlines á flughlaði Haikou Meilan alþjóðaflugvallarins í Kína.
Boeing 787-8 vél heimaflugfélagsins Hainan Airlines á flughlaði Haikou Meilan vallarins.

Flugvöllurinn er safnvöllur fyrir heimaflugfélagið Hainan Airlines. Flugfélögin China Southern Airlines, Beijing Capital Airlines, GX Airlines og Tianjin Airlines, eru einnig umfangsmikil á flugvellinum. Alls starfa þar 49 farþegaflugfélag á vellinum.

Flugleiðir[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn býður meira en 220 flugleiðir til 65 innlendra og erlendra borga. Flestir áfangastaðir eru innan Kína, en einnig eru alþjóðaflug eru til Moskvu, Seúl Bangkok, Sydney, Singapúr, Osaka, Jakarta, Melbourne, og fleiri staða.

Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Mynd af flughöfn Haikou Meilan alþjóðaflugvallarins í Kína.
Flughöfn Haikou Meilan flugvallarins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]