Haffjarðará

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Haffjarðará er á á Snæfellsnesi sem rennur úr Oddastaðavatni um 20 km leið í Haffjörð. Áin er ein þekktasta laxveiðiá landsins og á hún sér nokkra sérstöðu að því leiti að engum seiðum hefur verið sleppt í hana og er hún því sjálfbær. Frá 1974 hefur eingöngu verið veitt á flugu. Sumarið 2008 var metveiði, 2010 laxar sem veiddir voru á 4-6 stangir.

Áin er í eigu Óttars Yngvasonar og Einars Sigfússonar. Fyrr á 20. öldinni var áin lengi vel í eigu Thors Jensens og fjölskyldu hans: Thor byraði að kaupa jörð við ána í 1909 og smám saman keypti allan veiðirétt Haffjarðará. Thor byggði tvo sumarbústaði þar og fjölskyldan dvaldi langdvölum á sumrin.[1] Til er frásögn af því að Ólafur Thors hafi verið í útreiðartúr nálægt ánni í júlí 1923 og hann hafi fallið af baki og hlotið slæmt höfuðhögg með þeim afleiðingum að hann treysti sér ekki til að taka fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kosningunum sama ár.[2]

Á árunum 1918–1920 lét Thor byggja tvö hús við Haffjarðará: veiðihús og starfsmannahús. Síðan hefur viðbyggingum veirð bætt við og eru húsin rauðmáluð bárujárnsklædd timburhús með grænum þökum. Ofan í ánni reisti Thor sumarbústað fyrir fjölskyldu sína og nefndist húsið Kvörn. Ennþá ofan lét hann reisa klakstöð.[3]

  1. Guðmundur Magnússon, Thorsararnir: auður – völd – örlög (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2005), 147-49.
  2. Guðmundur Magnússon, Thorsararnir: auður – völd – örlög (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2005), 149-50.
  3. Menningarminjar í Eyja- og Miklaholtshreppi,Minjastofnun

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]