Oddastaðavatn
Útlit
Oddastaðavatn er stöðuvatn í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadal á Snæfellsnesi. Stöðuvatn þetta er um 3 ferkílómetrar að umfangi og 15 m á mesta dýpi. Oddastaðavatn er hringlaga nokkuð og vogskorið mjög og í það fellur vatn úr Hlíðarvatni. Þá er nokkuð fuglalíf í kring um tvo hólma sem eru úti í miðju vatninu. Afleggjari er á milli Hlíðarvatns og Oddastaðavatns og liggur hann frá þjóðveginum að Hallkelsstaðahlíð.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.
- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.