H. G. Wells
Útlit
(Endurbeint frá HG Wells)
Herbert George Wells | |
---|---|
Fæddur | Herbert George Wells 21. september 1866 |
Dáinn | 13. ágúst 1946 (79 ára) London, Englandi |
Störf | Rithöfundur, kennari, sagnfræðingur, blaðamaður |
Herbert George Wells (21. september 1866 - 13. ágúst 1946) var breskur rithöfundur sem er þekktastur fyrir vísindaskáldsögur sínar. Skrif hans spönnuðu þó nánast alla flokka sem ritverk flokkast í. Hann var gríðarlega afkastamikill rithöfundur og rit hans skipta fleiri tugum. Flest verk hans hafa einhvern félagslegan eða pólitískan boðskap. Hann var sósíalisti og er oft nefndur, ásamt Jules Verne og Hugo Gernsback, „faðir vísindaskáldsögunnar“.
Þekktasta bók hans er án efa Innrásin frá Mars. Söngleikur sem sló í gegn og tvær stórmyndir hafa verið gerðar eftir henni. Önnur fræg verk Wells eru Tímavélin, Ósýnilegi maðurinn og Eyja dr. Moreau. Eftir öllum þessum verkum hafa verið gerðar fleiri en ein kvikmynd.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni H. G. Wells.