Húsið á Kristjánshöfn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Húsið á Kristjánshöfn (danska: Huset på Christianshavn) er dönsk sjónvarpsþáttaröð sem var framleidd af Nordisk Film fyrir danska ríkisútvarpið 1970 til 1975 og leikstýrt af Erik Balling, Tom Hedegaard og Ebbe Langberg. Þættirnir eru stuttar sögur um fólk sem býr í fjölbýlishúsi. Margir þekktir höfundar (t.d. Leif Panduro og Benny Andersen) voru fengnir til að skrifa handrit. Sjónvarpsþættirnir urðu 84 talsins og voru með vinsælasta sjónvarpsefni sem DR hefur gert í gegnum tíðina.