Húni II

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1963. Í dag hefur Iðnaðarsafnið á Akureyri bátinn til umráða en Hollvinir Húna II sjá um reksturinn. Alls voru smíðaðir yfir 100 eikarbátar á Íslandi á árunum 1940 til 1970. Húni II er eini báturinn óbreyttur af þessari stærð sem nú er til á Íslandi.

Húni II var gerður út til fiskveiða í 30 ár og er áætlað að samanlögð veiði hafi verið 32.000 tonn. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá og ákvörðun tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu. Hugsjónarfólkið Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir höfðu hug á að eignast bátinn til að varðveita sögulegar minjar um skipasmíðar á Íslandi og gengu í málið. Húni II var skráður aftur á skipaskrá 1995 og í nokkur ár gerður út sem hvalaskoðunarbátur, fyrst frá Skagaströnd en síðar frá Hafnarfirði. Haustið 2001 höfðu verið farnar 440 ferðir í hvalaskoðun og aðrar skemmtiferðir.

Fyrri nöfn[breyta | breyta frumkóða]

  • Haukafell SF
  • Gauti HU
  • Sigurður Lárusson SF

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]