Fara í innihald

Húnaræðan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Húnaræðan (þýska: Hunnenrede) var ræða sem Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari hélt í Bremerhaven þann 27. júlí 1900. Ræðan var haldin í tilefni kveðjuathafnar leiðangurshers sem stefndi til Kína í þeim tilgangi að bæla niður í Boxarauppreisninni.