Hólmsá (Skaftárhreppi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hólmsá er lindá sem á upptök sín í Hólmsárbotnum, austan við Mýrdalsjökul í Skaftárhreppi, og rennur um Hólmsárlón og framhjá Einhyrningi og Atley þar til hún sameinast Leirá sem rennur út í Kúðafljót. Í ánni eru margir hólmar þar sem helsingi hefur orpið frá 1999.

Hugmyndir um ýmsar útfærslur af Hólmsárvirkjun hafa verið lagðar fram en tillagan féll í verndarflokk Rammaáætlunar 2013 og í kjölfarið hófst undirbúningur að friðlýsingu vatnasviðs árinnar.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.