Fara í innihald

Háskólinn í Birmingham

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aston Webb-byggingin.

Háskólinn í Birmingham (óformlega Birmingham-háskóli) er breskur rannsóknarháskóli í Birmingham í Englandi. Skólinn var stofnaður í Edgbaston árið 1900 og tók við af Mason Science College og á rætur að rekja til Læknaskólans í Birmingham sem stofnaður var árið 1825.

Nemendur skólans eru rúmlega 26 þúsund. Átta nóbelsverðlaunahafar hafa stundað nám við skólann.

  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.