Hánefsstaðir í Svarfaðardal
Útlit
Hánefsstaðir er bær í Svarfaðardal austan Svarfaðardalsár skammt fyrir utan kirkjustaðinn á Völlum og um 5 km frá Dalvík. Ofan við bæinn er Vallafjall en neðan við hann er gróskulegur skógarreitur, Hánefsstaðareitur eða Hánefsstaðaskógur, sem Eiríkur Hjartarson plantaði út og ræktaði um miðja 20. öld. Eiríkur átti Hánefsstaði um tíma. Reiturinn er nú í umsjá Skógræktarfélags Eyfirðinga. Neðan við reitinn er göngubrú á Svarfaðardalsá yfir í Friðland Svarfdæla.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Stefán Aðalsteinsson (1978). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.