Hálfdan Sæmundsson
Útlit
Hálfdan Sæmundsson (d. 25. apríl 1265) var íslenskur goðorðsmaður á Sturlungaöld. Hann var af ætt Oddaverja, óskilgetinn sonur Sæmundar Jónssonar í Odda og Þorbjargar frillu hans. Alsystkini hans voru Björn í Gunnarsholti og Helga, seinni kona Kolbeins unga. Um 1230 kvæntist hann Steinvöru dóttur Sighvatar Sturlusonar og bjuggu þau á Keldum á Rangárvöllum. Hálfdan var friðsemdarmaður og blandaðist lítt inn í deilur Sturlungaaldar þótt hann væri nátengdur mörgum helstu deiluaðilunum og færðist undan höfðingjahlutverkinu; óhlutdeilinn og hélt sér lítt fram um flesta hluti, eins og segir í Sturlungu. Öðru máli gegndi um konu hans, hún var herskárri.