Fara í innihald

Hákon Rafn Valdimarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hákon Rafn Valdimarsson
Upplýsingar
Fullt nafn Hákon Rafn Valdimarsson
Fæðingardagur 12. október 2001 (2001-10-12) (22 ára)
Fæðingarstaður    Ísland
Hæð 193 cm
Leikstaða Markmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Brentford
Yngriflokkaferill
KR, Grótta
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2017-2021 Grótta 65 (0)
2021-2024 IF Elfsborg 48 (0)
2024- Brentford FC (0) (0)
Landsliðsferill2
2018
2019
2019-2021
2022-
Ísland U-18
Ísland U-19
Ísland U-21
Ísland
1 (0)
1 (0)
8 (0)
11 (0)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært júní. 2024.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
júní 2024.

Hákon Rafn Valdimarsson (f. 13 október 2001) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar sem markvörður fyrir Brentford FC og íslenska landsliðið.

Hákon hóf íþróttaferilinn í handbolta fyrir KR sem útileikmaður og hélt svo í knattspyrnu þegar það vantaði markmann í U-19 liðið. Svo hélt hann til Gróttu þar sem hann spilaði fyrst sem útileikmaður 2015-2017. Árið 2019 spilaði Hákon alla leikina þegar Grótta komst í efstu deild og varð meistari í 1. deild.

2021 fór Hákon til IF Elfsborg í Svíþjóð. Hann varð markmaður tímabilsins í sænsku deildinni 2023 þegar hann fékk aðeins 22 mörk á sig í 29 leikjum og hélt hreinu 14 sinnum.