Fara í innihald

IF Elfsborg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
leikmenn IF Elfsborg árið 1942

IF Elfsborg er knattspyrnulið staðsett í Borås í Svíþjóð. Liðið var stofnað 26. júní 1904 og leikur í efstu deild í Svíþjóð, Allsvenskan.

Elfsborg spilar heimaleiki sína á Borås Arena. Félagið lék fyrst í Allsvenskan árið 1926. Fyrsti leikur þess var á móti Örgryte IS. Síðan var Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni til ársins 1954.

Félagið hefur unnið sænsku úrvalsdeildina sex sinnum: 1936, 1939, 1940, 1961, 2006 og 2012.

IF Elfsborg spilar í gulum treyjum og sokkum og svörtum stuttbuxum.

Sveinn Aron Guðjohnsen og Hákon Rafn Valdimarsson spiluðu með liðinu. Nú spilar Ari Sigurpálsson með því.