Háey
Háey nafn á frummáli: Hoy | |
---|---|
Öldungurinn í Háey | |
Landafræði
| |
Staðsetning | Norður af Bretlandi |
Hnit | 58°50′N 3°18′V / 58.83°N 3.3°V |
Eyjaklasi | Orkneyjar
|
Flatarmál | 14318 hektarar
|
Stjórnsýsla | |
Bretland
| |
Höfuðborg | London
|
Konungur | Karl 3.
|
Háey (enska: Hoy) er eyja í Orkneyjum utan af Skotlandi og sem er 143 ferkílómetrar að stærð. Hún er næststærsta eyja Orkneyja. Háey er tengd eyjunni South Walls með eiði og því er gengt á milli. Eyjarnar tvær eru taldar sem ein eining af manntalinu í Bretlandi.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Strandlengja Háeyjar er tilkomumikil og við hana er að finna þekkt kennileiti. Sum af hæstu sjávarbjörgum á Bretlandi eru við St John's Head þar sem þau ná 350 metra hæð og brimsorfinn klettur sem kallast Old man of Hoy (íslenska: Öldungurinn í Háey) gengur út úr sjávarberginu. [1] Á Háey eru tveir norðlægustu Martello-turnarnir á Bretlandi, byggðir árið 1814 til að verja kaupskip í höfn í Longhope gegn mönnum sem gerðir voru út af Madison Bandaríkjaforseta, sem lýsti yfir stríði við Bretland árið 1812. Líklega hafa Martello-turnarnir komið að gagni þar sem engin skráð gögn eru til um alvarleg átök á svæðinu.
Hæsti punktur Orkneyja, Ward Hill, er á Háey. Á suðausturhluta eyjarinnar var helsta flotastöð breska flotans í bæði fyrri og seinni heimsstyrjöldinni.
Óvenjuleg steingröf sem ber nafnið Dwarfie Stane liggur í Rackwick-dalnum á norðurhluta eyjarinnar. Gröfin þykir einstök í Norður-Evrópu vegna líkinda hennar við grafir frá nýsteinöld og bronsöld sem finna má umhverfis Miðjarðarhafið.
Goðafræði
[breyta | breyta frumkóða]Í norrænni goðafræði hýsti Háey Hjaðningavíg, endalausan bardaga milli Héðins og Högna.
Lífríki
[breyta | breyta frumkóða]Háey er mikilvægt fuglasvæði.[2][3] Norðurhluti eyjarinnar er fuglafriðland á vegum Konunglega breska fuglaverndunarfélagsins (RSPB) vegna mikilvægis þess fyrir fuglalíf, sérstaklega fyrir skúm og lóm. Svæðið er í eigu RSPB.[4] Anastrepta orcadensis, tegund soppmosa sem ekki hefur hlotið íslenskt heit, var fyrst uppgötvuð á Ward Hill af William Jackson Hooker árið 1808.[5][6]
Norður- og vesturhluti Háeyjar, ásamt stórum hluta aðliggjandi hafsvæðis, hafa verið skilgreind sem sérstök verndarsvæði [7] vegna mikilvægis þeirra fyrir níu fuglategundir: kjóa, fýls, svartbak, skúm, langvíu, ritu, förufálka, lunda og lóm .[8] Á svæðinu halda til 120.000 sjófuglar yfir varptímann.[9]
Orkneyja-bleikjan (Salvelinus inframundus) fannst á Háey árið 1908 en er nú talin útdauð þar.[heimild vantar]
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Sjávarklettar við Atlantshafsströnd Háeyjar, suður af Rackwick
-
Scapa Flow gestamiðstöðin
-
Hoy High-vitinn á Graemsay, séður frá Háey
-
Rackwick-dalur
-
Rackwick
Tilvísnair
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ https://www.iucnredlist.org/species/135414/4126169.
{{cite web}}
:|title=
vantar (hjálp) - ↑ Important Bird Areas factsheet: Hoy Geymt 30 júlí 2016 í Wayback Machine Birdlife.org, Retrieved 24 January 2015
- ↑ Hoy IBA Geymt 14 september 2018 í Wayback Machine Global Species.org, Retrieved 24 January 2015
- ↑ . ISBN 0-86241-579-9.
{{cite book}}
:|title=
vantar (hjálp) - ↑ "Bryology (mosses, liverworts and hornworts)" Royal Botanic Garden Edinburgh. Retrieved 15 May 2008.
- ↑ "West Highland Mosses And Problems They Suggest" (January 1907) Annals Of Scottish Natural History 61 p. 46. Edinburgh. Retrieved 11 June 2008.
- ↑ http://gateway.snh.gov.uk/sitelink/searchmap.jsp.
{{cite web}}
:|title=
vantar (hjálp) - ↑ https://gateway.snh.gov.uk/sitelink/siteinfo.jsp?pa_code=8513.
{{cite web}}
:|title=
vantar (hjálp) - ↑ http://jncc.defra.gov.uk/default.aspx?page=1902.
{{cite web}}
:|title=
vantar (hjálp)