Hæð (veðurfræði)
Útlit
(Endurbeint frá Háþrýstisvæði)
Hæð eða háþrýstisvæði í veðurfræði er veðurkerfi þar sem hár loftþrýstingur er yfir tilteknu svæði á jörðinni. Á norðurhveli blása vindar réttsælis umhverfis hæðir, en öfugt á suðurhveli. Hæðum fylgja gjarnan hægir vindar og bjartviðri. Hæð er því gagnstæða lægðar.