Gustaf Cederschiöld
Útlit
Gustaf Johan Christoffer Cederschiöld (25. júní 1849 – 5. maí 1928) var sænskur fræðimaður sem sérhæfði sig í rannsóknum á norrænni tungu og miðaldabókmenntum. Hann gaf út töluvert af fornsögum eftir íslenskum handritum, þar á meðal Bandamanna sögu (1873), Erex sögu (1888) og Clári sögu (1907). Sú síðastnefnda var gefin út í ritröðinni Altnordische Saga-Bibliothek sem Cederschiöld kom á fót ásamt prófessorunum Eugen Mogk í Leipzig og Hugo Gering í Kiel.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Gustaf J C Cederschiöld“, Svenskt biografiskt lexikon, http://sok.riksarkivet.se/sbl/artikel/14719, sótt 11. febrúar 2015.