Fara í innihald

Gustaf Cederschiöld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gustaf Johan Christoffer Cederschiöld (25. júní 18495. maí 1928) var sænskur fræðimaður sem sérhæfði sig í rannsóknum á norrænni tungu og miðaldabókmenntum. Hann gaf út töluvert af fornsögum eftir íslenskum handritum, þar á meðal Bandamanna sögu (1873), Erex sögu (1888) og Clári sögu (1907). Sú síðastnefnda var gefin út í ritröðinni Altnordische Saga-Bibliothek sem Cederschiöld kom á fót ásamt prófessorunum Eugen Mogk í Leipzig og Hugo Gering í Kiel.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.