Gunnbjörnsfjall
Útlit
Gunnbjörnsfjall (oftar nefnt Gunnbjarnarfjall) er hæsta fjall Grænlands, 3694 m hátt. Fjallið er kennt við Gunnbjörn Úlfsson en hann sá Grænland fyrstur norrænna manna og kallaði landið Gunnbjarnarsker. Gunnbjörnsfjall er hluti af miklum fjallgarði sem nefnist Watkinsfjöll.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Gunnbjörnsfjall.