Gunnar Þ. Andersen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gunnar Þorvaldur Andersen (9. ágúst 1948) var forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hann starfaði hjá Landsbanka Íslands frá 1991 til 2003, síðast sem framkvæmdastjóri alþjóða- og fjármálasviðs. Þar áður starfaði hann meðal annars sem stjórnandi hjá Helly-Hansen í Noregi og Pepsi Cola Company í Bandaríkjunum og sem fjárfestingarfulltrúi í fjárreiðudeild Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem hann hafði umsjón með fjárfestingum lífeyrissjóðs Sameinuðu þjóðanna. Gunnar er með MBA gráðu frá Háskólanum í Minnesota og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.